Angist mánaðamótanna Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 18. september 2014 07:00 Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það?
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun