Friðarborgin Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2014 06:00 Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun