TF-HDW Ecureuil-þyrla Norðurflugs lenti í dag í óhappi á Eyjafjallajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurflugi.
Allir farþegar og flugmaður þyrlunnar eru sagðir heilir á húfi en þyrlan var við kvikmyndatökur. Rannsókn á tildrögum óhappsins er nú í höndum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Ekki fengust upplýsingar um hvers eðlis óhappið var.
Þyrla lenti í óhappi á Eyjafjallajökli
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
