Sport

"Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka“

Stefán Árni Pálsson Á ÁSVÖLLUM skrifar
Jón Þorbjörn Jóhannsson.
Jón Þorbjörn Jóhannsson. visir/vilhelm
„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn.

Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum og var leikurinn einnig mjög svo spennandi.

„Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“

„Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“

Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum.

„Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón.

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×