Aulahrollur mennskunnar Bjarni Karlsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun