Útlent beikon sem engan drepur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2014 06:00 Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar