Sókn er besta vörnin Eva Magnúsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson skrifar 9. maí 2014 11:40 Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun