Landflótti lækna Arna Guðmundsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Margir hafa tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið og hefur umræðan ekki alltaf borið merki um mikið innsæi né framtíðarsýn. Háskólaprófessor nokkur tjáði sig um heilbrigðismál í útvarpsviðtali í nóvemberbyrjun. Hann taldi að heildartekjur íslenskra lækna væru bara ágætar í samanburði við aðrar stéttir hérlendis og þó víða væri leitað. Viðurkenndi þó, þegar á það var bent, að þetta hlyti að stafa af umtalsverðu vaktaálagi þar sem ljóst væri að grunnlaunin væru mjög lág í öllum samanburði. Hér er ástæða til að staldra við. Er það eðlilegt að þessi starfsstétt sæki tekjur sínar að mestu í kvöld-/næturvaktir sem bætast við fulla dagvinnu og jafnvel aukavinnu í vaktafríum á öðrum vinnustöðum en sínum fasta vinnustað? Erlendis hafa verið settar reglur um yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks af ástæðu. Of mikil yfirvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. Eðlilegra væri að háskólaprófessorar hvettu til minni aukavinnu og minna vaktaálags af þeim læknum sem hér halda uppi heilbrigðisþjónustu. Sá hinn sami taldi að það væri eflaust fjöldi erlendra lækna sem hefði mikinn áhuga á að starfa hér á landi. Aftur spyr maður hlessa, hvaða snillingar eru það sem vilja flytja hingað og læra tungumálið til að starfa hér með um 500 þúsund í grunnlaun fyrir dagvinnu þegar þeim býðst sambærileg vinna í Skandinavíu fyrir 1 milljón? Á þessu eru sem betur fer undantekningar en ekki nægilega margar til að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi með þessari töfralausn. Landflótti íslenskra lækna hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Framan af var nær eingöngu um að ræða unga lækna sem héldu fyrr utan í sérnám en ella. Algjört neyðarástand skapaðist á lyflækningadeild LSH haustið 2013 þegar ungir læknar sóttu ekki um stöður þar á bæ. Sömuleiðis hefur orðið töf á því að fólk snúi heim að loknu sérnámi og er það mikið áhyggjuefni. Hitt er hins vegar nýtt að sprenglærðir sérfræðingar sem fluttu heim og hafa starfað hér um árabil, hafa sagt upp störfum sínum og flutt aftur á kunnugar slóðir.Stórt gap Til þess að nefna nokkra sem hafa farið á síðustu 2-3 árum er hér listi sem þó er ekki tæmandi heldur aðeins þeir sem voru samferða greinarhöfundi í námi og starfi á LSH: Hjartalæknirinn Guðjón Karlsson (fluttur til USA), meltingarlæknarnir Helgi Sigmundsson (USA) og Sigurður Einarsson (USA), barnameltingarlæknirinn Luther Sigurðsson (USA), lungnalæknirinn Sigurður Þór Sigurðarson (USA), krabbameinslæknarnir Sigurður Böðvarsson (USA), Agnes Smáradóttir (USA), Helgi Hafsteinn Helgason (Holland) og Halla Skúladóttir (Danmörk), smitsjúkdómalæknirinn Már Kristjánsson (Sádi-Arabía), innkirtlalæknirinn Ágústa Ólafsdóttir (USA), kvensjúkdómalæknirinn Guðlaug Sverrisdóttir (Svíþjóð) og sérfræðingur í taugasjúkdómum barna Ýr Sigurðardóttir (USA). Listinn yfir þá sem hafa sagt upp á Landspítalanum undanfarið lengist dag frá degi: María Sigurðardóttir, Einar Páll Indriðason og Veigar I. Ólafsson, svæfinga- og gjörgæslulæknar, Jón Örvar Kristinsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Kjartan Örvar meltingarlæknar, Sigfús Gizurarson hjartalæknir, Brynjar Viðarsson blóðmeinalæknir, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir. Allt þrátt fyrir að ráðherrar trúi því alls ekki að læknar muni segja upp störfum. Margir þessara einstaklinga munu skilja eftir stórt gap í þekkingunni sem hér er til staðar og nægir þar að nefna Sigfús sem er sérhæfður í brennsluaðgerðum á hjarta (mörg hundruð manns eru á biðlista eftir slíkri aðgerð), Jón Örvar sem er sérhæfður í ERCP-aðgerðum (kviðarholsómsjá til rannsókna á brisi og gallvegum) og Kristján Skúla sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsmeðferð. Nú eru 30 ár síðan Matthías Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, tilkynnti læknum á aðalfundi Læknafélags Íslands á Ísafirði 1984, að hjartaskurðlækningum yrði hrundið af stað innanlands. Þetta var stórkostlegt framfaraskref. Fari fram sem horfir, að ekki fáist nægilega margir svæfingalæknar til starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þá mun þessi starfsemi leggjast af árið 2015. Ætlum við að bjarga þessu heilbrigðiskerfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið og hefur umræðan ekki alltaf borið merki um mikið innsæi né framtíðarsýn. Háskólaprófessor nokkur tjáði sig um heilbrigðismál í útvarpsviðtali í nóvemberbyrjun. Hann taldi að heildartekjur íslenskra lækna væru bara ágætar í samanburði við aðrar stéttir hérlendis og þó víða væri leitað. Viðurkenndi þó, þegar á það var bent, að þetta hlyti að stafa af umtalsverðu vaktaálagi þar sem ljóst væri að grunnlaunin væru mjög lág í öllum samanburði. Hér er ástæða til að staldra við. Er það eðlilegt að þessi starfsstétt sæki tekjur sínar að mestu í kvöld-/næturvaktir sem bætast við fulla dagvinnu og jafnvel aukavinnu í vaktafríum á öðrum vinnustöðum en sínum fasta vinnustað? Erlendis hafa verið settar reglur um yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks af ástæðu. Of mikil yfirvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. Eðlilegra væri að háskólaprófessorar hvettu til minni aukavinnu og minna vaktaálags af þeim læknum sem hér halda uppi heilbrigðisþjónustu. Sá hinn sami taldi að það væri eflaust fjöldi erlendra lækna sem hefði mikinn áhuga á að starfa hér á landi. Aftur spyr maður hlessa, hvaða snillingar eru það sem vilja flytja hingað og læra tungumálið til að starfa hér með um 500 þúsund í grunnlaun fyrir dagvinnu þegar þeim býðst sambærileg vinna í Skandinavíu fyrir 1 milljón? Á þessu eru sem betur fer undantekningar en ekki nægilega margar til að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi með þessari töfralausn. Landflótti íslenskra lækna hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Framan af var nær eingöngu um að ræða unga lækna sem héldu fyrr utan í sérnám en ella. Algjört neyðarástand skapaðist á lyflækningadeild LSH haustið 2013 þegar ungir læknar sóttu ekki um stöður þar á bæ. Sömuleiðis hefur orðið töf á því að fólk snúi heim að loknu sérnámi og er það mikið áhyggjuefni. Hitt er hins vegar nýtt að sprenglærðir sérfræðingar sem fluttu heim og hafa starfað hér um árabil, hafa sagt upp störfum sínum og flutt aftur á kunnugar slóðir.Stórt gap Til þess að nefna nokkra sem hafa farið á síðustu 2-3 árum er hér listi sem þó er ekki tæmandi heldur aðeins þeir sem voru samferða greinarhöfundi í námi og starfi á LSH: Hjartalæknirinn Guðjón Karlsson (fluttur til USA), meltingarlæknarnir Helgi Sigmundsson (USA) og Sigurður Einarsson (USA), barnameltingarlæknirinn Luther Sigurðsson (USA), lungnalæknirinn Sigurður Þór Sigurðarson (USA), krabbameinslæknarnir Sigurður Böðvarsson (USA), Agnes Smáradóttir (USA), Helgi Hafsteinn Helgason (Holland) og Halla Skúladóttir (Danmörk), smitsjúkdómalæknirinn Már Kristjánsson (Sádi-Arabía), innkirtlalæknirinn Ágústa Ólafsdóttir (USA), kvensjúkdómalæknirinn Guðlaug Sverrisdóttir (Svíþjóð) og sérfræðingur í taugasjúkdómum barna Ýr Sigurðardóttir (USA). Listinn yfir þá sem hafa sagt upp á Landspítalanum undanfarið lengist dag frá degi: María Sigurðardóttir, Einar Páll Indriðason og Veigar I. Ólafsson, svæfinga- og gjörgæslulæknar, Jón Örvar Kristinsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Kjartan Örvar meltingarlæknar, Sigfús Gizurarson hjartalæknir, Brynjar Viðarsson blóðmeinalæknir, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir. Allt þrátt fyrir að ráðherrar trúi því alls ekki að læknar muni segja upp störfum. Margir þessara einstaklinga munu skilja eftir stórt gap í þekkingunni sem hér er til staðar og nægir þar að nefna Sigfús sem er sérhæfður í brennsluaðgerðum á hjarta (mörg hundruð manns eru á biðlista eftir slíkri aðgerð), Jón Örvar sem er sérhæfður í ERCP-aðgerðum (kviðarholsómsjá til rannsókna á brisi og gallvegum) og Kristján Skúla sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsmeðferð. Nú eru 30 ár síðan Matthías Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, tilkynnti læknum á aðalfundi Læknafélags Íslands á Ísafirði 1984, að hjartaskurðlækningum yrði hrundið af stað innanlands. Þetta var stórkostlegt framfaraskref. Fari fram sem horfir, að ekki fáist nægilega margir svæfingalæknar til starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þá mun þessi starfsemi leggjast af árið 2015. Ætlum við að bjarga þessu heilbrigðiskerfi?
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun