Ráða flokkarnir við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun