Verðtryggingarstjórn Sigmundar Davíðs Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. apríl 2014 07:00 „Eftir kosningar tekur við framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn.“ Þetta var boðskapur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 22. apríl 2013. Í kosningaáróðri Framsóknarflokksins var hamrað á því að verðtryggingin yrði afnumin. Nú, einu ári síðar, er ljóst að framsóknarstjórn Sigmundar Davíðs er verðtryggingarstjórn, enda hafa engin þingmál verið lögð fram um afnám verðtryggingar. Og það sem meira er, verðtryggingin hefur fest sig í sessi á íslenskum lánamarkaði. Frá hruni og fram að framsóknarstjórn Sigmundar minnkaði vægi verðtryggðra lána sem hlutfall af nýjum lánum, en nú hefur þetta snúist við. Verðtryggingin er að festa sig í sessi á nýjan leik. Ekki er að sjá að þessi þróun valdi Framsóknarflokknum áhyggjum. Sigmundur Davíð skipaði vissulega nefnd um málið. Niðurstaða nefndarinnar var í grunninn sú að kosningaloforð Framsóknarflokksins væru þjóðhættuleg, ógnun við fjármálastöðugleika og nánast óframkvæmanleg. Það eina sem nefndin taldi sig geta lagt til var að banna verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem nýtast helst tekjulágum og ungu fólki. Niðurstaðan er í samræmi við skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á kjörum þeirra tekjulægri, en verður að teljast lélegt fyrsta útspil í umræðu um afnám verðtryggingar. Skuldalækkunarfrumvörp Sigmundar Davíðs hafa almennt valdið miklum vonbrigðum, ekki síst hjá fyrrverandi kjósendum Framsóknarflokksins. Einungis 40% kjósenda flokksins eru ánægð með árangurinn. Það vekur athygli að engin tilraun er gerð til að tengja saman skuldalækkun og minna vægi verðtryggingar. Aðgerðirnar geta einnig valdið aukinni verðbólgu og hækkandi húsnæðisverði. Það eru vondar fréttir fyrir verst stöddu skuldarana, sem litla sem enga lækkun fá, og ungt fólk sem þarf að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Leiga er alla jafna verðtryggð, en á þeim vanda hefur Sigmundur engan áhuga. Sigmundur Davíð taldi fyrir ári síðan að lítið mál væri að afnema verðtryggingu. Nú er hann í forsvari fyrir verðtryggingarstjórn. Stjórn sem ætlar í tugmilljarða aðgerðir sem gagnast ekki heimilum í greiðsluvanda, leigjendum og skuldurum námslána, þvert á móti munu byrðar þeirra líklega aukast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Eftir kosningar tekur við framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn.“ Þetta var boðskapur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 22. apríl 2013. Í kosningaáróðri Framsóknarflokksins var hamrað á því að verðtryggingin yrði afnumin. Nú, einu ári síðar, er ljóst að framsóknarstjórn Sigmundar Davíðs er verðtryggingarstjórn, enda hafa engin þingmál verið lögð fram um afnám verðtryggingar. Og það sem meira er, verðtryggingin hefur fest sig í sessi á íslenskum lánamarkaði. Frá hruni og fram að framsóknarstjórn Sigmundar minnkaði vægi verðtryggðra lána sem hlutfall af nýjum lánum, en nú hefur þetta snúist við. Verðtryggingin er að festa sig í sessi á nýjan leik. Ekki er að sjá að þessi þróun valdi Framsóknarflokknum áhyggjum. Sigmundur Davíð skipaði vissulega nefnd um málið. Niðurstaða nefndarinnar var í grunninn sú að kosningaloforð Framsóknarflokksins væru þjóðhættuleg, ógnun við fjármálastöðugleika og nánast óframkvæmanleg. Það eina sem nefndin taldi sig geta lagt til var að banna verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem nýtast helst tekjulágum og ungu fólki. Niðurstaðan er í samræmi við skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á kjörum þeirra tekjulægri, en verður að teljast lélegt fyrsta útspil í umræðu um afnám verðtryggingar. Skuldalækkunarfrumvörp Sigmundar Davíðs hafa almennt valdið miklum vonbrigðum, ekki síst hjá fyrrverandi kjósendum Framsóknarflokksins. Einungis 40% kjósenda flokksins eru ánægð með árangurinn. Það vekur athygli að engin tilraun er gerð til að tengja saman skuldalækkun og minna vægi verðtryggingar. Aðgerðirnar geta einnig valdið aukinni verðbólgu og hækkandi húsnæðisverði. Það eru vondar fréttir fyrir verst stöddu skuldarana, sem litla sem enga lækkun fá, og ungt fólk sem þarf að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Leiga er alla jafna verðtryggð, en á þeim vanda hefur Sigmundur engan áhuga. Sigmundur Davíð taldi fyrir ári síðan að lítið mál væri að afnema verðtryggingu. Nú er hann í forsvari fyrir verðtryggingarstjórn. Stjórn sem ætlar í tugmilljarða aðgerðir sem gagnast ekki heimilum í greiðsluvanda, leigjendum og skuldurum námslána, þvert á móti munu byrðar þeirra líklega aukast.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun