Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2014 19:15 Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. Forsætisráðherra segir þetta stóra stund fyrir íslenskt efnahagslíf, iðnaðarráðherra að þetta sé dagurinn þar sem þróuninni var snúið við og hjólin fóru að snúast í rétta átt. Jarðvegsvinna á lóðinni við Helguvíkurhöfn hófst raunar í vor en nú var komið að því að marka upphafið með formlegum hætti. Báðir fengu ráðherrarnir skóflu í hönd, ásamt helstu aðstandendum verkefnisins, og svo var byrjað að moka. Framkvæmdir fóru síðan á fullan kraft með fyrstu sprengingu.Ráðherrarnir Sigmundur Davíð og Ragnheiður Elín tóku fyrstu skóflustungu ásamt helstu aðstandendum verkefnisins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er mjög stór dagur, ekki bara fyrir okkur heldur samfélagið hérna í Reykjanesbæ og vonandi bara fyrir Ísland sem heild," sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon. Þetta væri nýr iðnaður sem væri að koma til landsins. „Þetta er mjög stór stund," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta silicon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka bara fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund," sagði forsætisráðherra.Skálað fyrir upphafi framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í tjaldi var skálað fyrir 35 milljarða króna fjárfestingu, 300 störfum á byggingartíma og 60 varanlegum störfum. Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir fagnaði sérstaklega fyrir hönd Suðurnesja. „Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það eru búnar að vera brostnar vonir," sagði iðnaðarráðherra. „En mér finnst þetta vera dagurinn sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt."Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Magnús Garðarsson segir að aðaleigendur United Silicon séu danskir og hollenskir fjárfestar, síðar sé gert ráð fyrir aðkomu íslenskra lífeyrissjóða, en lánsfjármögnun sé í höndum Arion-banka. Eigið fé komi frá Evrópu en lánsfjármögnun öll frá Íslandi. „Það var auðveldara en að gera það úti því það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands," sagði Magnús. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði tilbúinn vorið 2016 með einum bræðsluofni en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum. Skóflstungurnar í þágu kísiliðnaðar á Íslandi verða að öllum líkindum fleiri á næstunni. Í október í haust er stefnt að ákvörðun um sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga, í desember er stefnt að ákvörðun PCC um kísilver á Bakka við Húsavík og á næsta ári er svo búist við ákvörðun Thorsil um kísilver í Helguvík. Tengdar fréttir Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. Forsætisráðherra segir þetta stóra stund fyrir íslenskt efnahagslíf, iðnaðarráðherra að þetta sé dagurinn þar sem þróuninni var snúið við og hjólin fóru að snúast í rétta átt. Jarðvegsvinna á lóðinni við Helguvíkurhöfn hófst raunar í vor en nú var komið að því að marka upphafið með formlegum hætti. Báðir fengu ráðherrarnir skóflu í hönd, ásamt helstu aðstandendum verkefnisins, og svo var byrjað að moka. Framkvæmdir fóru síðan á fullan kraft með fyrstu sprengingu.Ráðherrarnir Sigmundur Davíð og Ragnheiður Elín tóku fyrstu skóflustungu ásamt helstu aðstandendum verkefnisins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er mjög stór dagur, ekki bara fyrir okkur heldur samfélagið hérna í Reykjanesbæ og vonandi bara fyrir Ísland sem heild," sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon. Þetta væri nýr iðnaður sem væri að koma til landsins. „Þetta er mjög stór stund," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta silicon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka bara fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund," sagði forsætisráðherra.Skálað fyrir upphafi framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í tjaldi var skálað fyrir 35 milljarða króna fjárfestingu, 300 störfum á byggingartíma og 60 varanlegum störfum. Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir fagnaði sérstaklega fyrir hönd Suðurnesja. „Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það eru búnar að vera brostnar vonir," sagði iðnaðarráðherra. „En mér finnst þetta vera dagurinn sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt."Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Magnús Garðarsson segir að aðaleigendur United Silicon séu danskir og hollenskir fjárfestar, síðar sé gert ráð fyrir aðkomu íslenskra lífeyrissjóða, en lánsfjármögnun sé í höndum Arion-banka. Eigið fé komi frá Evrópu en lánsfjármögnun öll frá Íslandi. „Það var auðveldara en að gera það úti því það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands," sagði Magnús. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði tilbúinn vorið 2016 með einum bræðsluofni en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum. Skóflstungurnar í þágu kísiliðnaðar á Íslandi verða að öllum líkindum fleiri á næstunni. Í október í haust er stefnt að ákvörðun um sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga, í desember er stefnt að ákvörðun PCC um kísilver á Bakka við Húsavík og á næsta ári er svo búist við ákvörðun Thorsil um kísilver í Helguvík.
Tengdar fréttir Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10