Íslenski bóndinn og mannanafnanefnd Finnur Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar