Íslenski bóndinn og mannanafnanefnd Finnur Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég man eftir gamalli frétt, þegar pabbi einn í Bítlaborginni skírði son sinn nöfnum allra leikmanna Liverpool. Það var langt nafn. Þeir höfðu víst unnið einhvern titil. Velti þá fyrir mér hvort það væri engin mannanafnanefnd í Englandi? En við á Íslandi erum sérfræðingar í að hafa vit fyrir öðru fólki. Höfum meira að segja nefnd sem ákveður hvað annarra manna börn mega ekki heita. Hér er líka fólk við stjórnvölinn, sem vill ráða því hvað annað fólk borðar. Innfluttur matur er skattlagður þangað til hann verður vondur á bragðið. Sagt er að útlendur matur sé óhollur og því velt upp hvort fólk geti tekið stökkbreytingum við það eitt að borða innfluttar matvörur. Stjórnvöld vilja að þú borðir það sem Þórður bóndi framleiðir, já eða Guðríður, hvort sem það er gott eða vont, dýrt eða ódýrt. Þórður og Guðríður eru örugglega flottir bændur, en þú mátt ekki hafa valkosti, né skoðun á því hvað er best fyrir þig. Þínu eigin sjálfsaflafé skaltu verja á þann hátt sem stjórnvöld ákveða. Allt í nafni matvælaöryggis, þar sem meira en tvö kíló af innfluttu korni þarf til framleiðslu á einu kílói af heimabrugguðum kjúklingi. Þó kemur það fyrir að útlenskt smjör er í lagi. Sérstaklega ef það er framleitt af Patreki á Írlandi fyrir þá sem stýra íslenska kerfinu og er blandað út í íslenskar vörur án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, að innlenda mjólkurvaran innihaldi erlent smjör. Líklega er óþarfi að neytendur átti sig á því að Írar geta framleitt smjör sem er jafngott því íslenska. Það fyrirkomulag sem meirihluti þingmanna hefur valið fyrir okkur í þessum málum kostar heimilin yfir 15 milljarða króna árlega. Þingmenn segja að það sé til þess að vernda íslenska bóndann, líklega Þórð og Guðríði. Mannanafnanefnd gerði líklega engar athugasemdir þegar þau voru skírð.Bændur í skattaskjólum Það kom mér því á óvart, þegar frétt birtist í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem fram kom að eigandi eins stærsta kjúklingaframleiðenda á landinu væri Coldrock Investments Limited. Af þessu má skilja að stærsti íslenski kjúklingabóndinn heiti Coldrock Investments Limited. Það er ekki íslenskt nafn og hefði líklega aldrei verið heimilað hjá mannanafnanefnd að bóndi héti þessu nafni. Þessi íslenski bóndi sem Alþingi sér um að verja með óhóflegri skattlagningu á almenning heitir það nú víst samt. Það sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt var að þessi íslenski bóndi býr víst ekki lengur í Biskupstungum, né heldur í Eyjafirði. Hann er fluttur til Möltu í svokallað skattaskjól. Því er eðlilegt að spurt sé: Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytendur yfir 15 milljarða árlega sé til þess eins að vernda bændur í skattaskjólum? Getur virkilega verið að meirihluti Alþingis verji svo þrönga sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna? Trúverðugleiki þingmanns sem talar um hag heimilanna en styður fyrirkomulag sem þetta í landbúnaðarmálum er enginn. Það er kominn tími á breytingar. Þingmenn sem styðja óbreytt kerfi eru allir í sama flokknum, FAN flokknum, flokki andstæðinga neytenda.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun