Ísland, land tækifæranna Helga Þórðardóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir farinn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breytinga. Því miður gekk það ekki eftir og tilfinningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkisábyrgð á sínum rekstri auk verðtryggingar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er misskipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arðrændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í sameiningu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágrannalöndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerfinu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra uppstokkun á stjórn fiskveiða ef almenningur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun