Hvorki hér né nú Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. desember 2014 15:00 Alzheimer tilbrigðin Bækur: Alzheimer tilbrigðin Hjörtur Marteinsson TungliðHjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 fyrir ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og lesandi sem sökkvir sér ofan í ljóðin er ekki lengi að skilja hvers vegna. Hér er sjaldgæflega vel ort um erfiðan efnivið. Ljóðmælandinn fylgist með afa sínum hverfa inn í myrkur Alzheimer-sjúkdómsins um leið og hann rifjar upp í örstuttum myndum þeirra fyrri samskipti og líf afans sem hann sjálfur er búinn að gleyma. Hver myndin eftir aðra raðast upp og treginn eykst á meðan þokan í huga afans þéttist jafnt og þétt. Einhverjum kann að þykja þessi lýsing á ljóðunum benda til þess að hér sé róið á mið tilfinningasemi og væmni en ekkert gæti verið fjær sanni. Treginn er undirliggjandi í gegnum bókina en tilfinningunum er haldið vandlega í skefjum, sterkar myndirnar koma hughrifunum fullkomlega til skila:Gítarinn hans sýnistuppstoppaðurþar sem hann hallar sér að veggnum.Síðast þegar hann lék á hannblánaði himinninn yfir elliheimilinuaf fjarlægðsem hljómarþegar dimmir á haustin. (bls. 21) Eins og sést af þessu ljóði, sem nefnist Hljómurinn, hefur Hjörtur bæði myndmál og hrynjandi vel á valdi sínu og það vekur í raun furðu að svo gott ljóðskáld skuli einungis hafa sent frá sér tvær ljóðabækur á undan þessari, Ljóshvolfin árið 1996 og Myrkurbil árið 1999. Hann kann þetta út í æsar og næmt auga myndlistarmannsins skilar óvenju sterku myndmáli sem dregur upp litbrigði lands og lífsbaráttu eldri kynslóða í örfáum en firnasterkum dráttum. Ljóðmálið er agað og fágað, hvorki of né van, og lesandi grípur andann á lofti yfir faglegri beitingu tungumálsins:Hjörtur Marteinsson "Hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að "orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu.“Vísir/ErnirSíðustu bréfinMyrkrið yfir mér hefur þésteftir að ég henti bréfunum frá afa í hraunið.Næst þegar ég heimsæki hanner svartur éljabakki yfir gamla bænum hans.Um leið og ég stíg út úr bílnumtaka élin að falla.Kornin eru í sömu stærðog punktarnir úr síðustubréfum mínum til afa. (bls. 19) Ljóðin eru hvorki margmál né flúruð, hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að „orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu. En þótt bókin sé ekki nema 31 síða er hér sögð stór og mikil saga, saga sem snertir lesandann djúpt, fær hann til að hugsa og á köflum kyngja kekkinum í hálsinum. Hjörtur Marteinsson hefur stimplað sig rækilega inn sem ljóðskáld með Alzheimer tilbrigðunum og óskandi að við þurfum ekki að bíða önnur fimmtán ár eftir næstu ljóðabók frá honum.Niðurstaða: Sterk ljóð með tregafullri sögu, sem sögð er af næmi og listfengi. Gagnrýni Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bækur: Alzheimer tilbrigðin Hjörtur Marteinsson TungliðHjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 fyrir ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og lesandi sem sökkvir sér ofan í ljóðin er ekki lengi að skilja hvers vegna. Hér er sjaldgæflega vel ort um erfiðan efnivið. Ljóðmælandinn fylgist með afa sínum hverfa inn í myrkur Alzheimer-sjúkdómsins um leið og hann rifjar upp í örstuttum myndum þeirra fyrri samskipti og líf afans sem hann sjálfur er búinn að gleyma. Hver myndin eftir aðra raðast upp og treginn eykst á meðan þokan í huga afans þéttist jafnt og þétt. Einhverjum kann að þykja þessi lýsing á ljóðunum benda til þess að hér sé róið á mið tilfinningasemi og væmni en ekkert gæti verið fjær sanni. Treginn er undirliggjandi í gegnum bókina en tilfinningunum er haldið vandlega í skefjum, sterkar myndirnar koma hughrifunum fullkomlega til skila:Gítarinn hans sýnistuppstoppaðurþar sem hann hallar sér að veggnum.Síðast þegar hann lék á hannblánaði himinninn yfir elliheimilinuaf fjarlægðsem hljómarþegar dimmir á haustin. (bls. 21) Eins og sést af þessu ljóði, sem nefnist Hljómurinn, hefur Hjörtur bæði myndmál og hrynjandi vel á valdi sínu og það vekur í raun furðu að svo gott ljóðskáld skuli einungis hafa sent frá sér tvær ljóðabækur á undan þessari, Ljóshvolfin árið 1996 og Myrkurbil árið 1999. Hann kann þetta út í æsar og næmt auga myndlistarmannsins skilar óvenju sterku myndmáli sem dregur upp litbrigði lands og lífsbaráttu eldri kynslóða í örfáum en firnasterkum dráttum. Ljóðmálið er agað og fágað, hvorki of né van, og lesandi grípur andann á lofti yfir faglegri beitingu tungumálsins:Hjörtur Marteinsson "Hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að "orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu.“Vísir/ErnirSíðustu bréfinMyrkrið yfir mér hefur þésteftir að ég henti bréfunum frá afa í hraunið.Næst þegar ég heimsæki hanner svartur éljabakki yfir gamla bænum hans.Um leið og ég stíg út úr bílnumtaka élin að falla.Kornin eru í sömu stærðog punktarnir úr síðustubréfum mínum til afa. (bls. 19) Ljóðin eru hvorki margmál né flúruð, hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að „orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu. En þótt bókin sé ekki nema 31 síða er hér sögð stór og mikil saga, saga sem snertir lesandann djúpt, fær hann til að hugsa og á köflum kyngja kekkinum í hálsinum. Hjörtur Marteinsson hefur stimplað sig rækilega inn sem ljóðskáld með Alzheimer tilbrigðunum og óskandi að við þurfum ekki að bíða önnur fimmtán ár eftir næstu ljóðabók frá honum.Niðurstaða: Sterk ljóð með tregafullri sögu, sem sögð er af næmi og listfengi.
Gagnrýni Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira