Afruglaðar staðreyndir um RÚV Frosti Ólafsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun