Afruglaðar staðreyndir um RÚV Frosti Ólafsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar