Skildi mikið eftir sig að fara til Úkraínu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:30 Högni segir Sjálfstætt fólk mikla og fagra sögu. mynd/sagasig „Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“ Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira