Um 50 fyrirtæki vilja selja Rússum matvæli Haraldur Guðmundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska er með leyfi til útflutnings á sauðfjárafurðum til Rússlands en vill nú einnig fá að selja þangað svínakjöt. Vísir/GVA Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki bíður nú ákvörðunar rússneskra yfirvalda vegna umsókna um innflutningsleyfi til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Mjólkursamsalan (MS), Fjarðalax, Stjörnugrís og Sláturhúsið á Hellu eru á meðal umsækjenda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun höfðu 44 fiskvinnslu- eða fiskeldisfyrirtæki sótt um innflutningsleyfi þegar sendinefnd tollabandalagsins kom hingað til lands um miðjan nóvember til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu. Tíu starfsmenn Matvælastofnunar Rússlands unnu úttektina, sem tók tvær vikur, en á þeim tíma tókst ekki að heimsækja alla umsækjendur. Matvælastofnun gerir ráð fyrir að umsóknirnar verði afgreiddar á fyrstu mánuðum næsta árs. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir fyrirtækið líta á Rússland sem framtíðarmarkað.Einar Sigurðsson„Við erum að kanna aðeins möguleika á skyrútflutningi til Rússlands. Það hefur einnig verið töluverður áhugi þar fyrir fituríkum vörum, ostum og öðru slíku, en vegna söluaukningarinnar á þeim hér heima þá hyggjum við ekki á neinn slíkan útflutning á næstu misserum,“ segir Einar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hefur fall rúblunnar leitt til þess að íslenskir fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi sínum til Rússlands. HB Grandi og Iceland Seafood eru þar á meðal en þau eru í hópi 82 íslenskra fyrirtækja sem eru nú þegar með leyfi til útflutnings á sjávarafurðum til Rússlands. Einar segir ákvörðun MS um að sækja um leyfi ekki tengjast ákvörðun rússneskra yfirvalda um að setja innflutningsbann á flest ríki Evrópu, Noreg og Bandaríkin. „Þetta var komið af stað áður en það gerðist og við fylgjumst með efnahagsástandinu í Rússlandi. Þetta er hins vegar stór framtíðarmarkaður og við viljum vera tilbúin með viðurkenningar fyrir mjólkurstöðvar fyrirtækisins.“ Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir rússneska kaupendur hafa sýnt íslensku svínakjöti aukinn áhuga eftir að innflutningsbannið tók gildi. Því hafi kjötvinnslufyrirtækið Stjörnugrís ákveðið að sækja um innflutningsleyfi. „En svo vitum við ekkert hvernig þessu viðskiptabanni reiðir af og ef það fer eitthvað að rofa til í viðskiptum Evrópusambandsins og Rússa þá verður allt önnur staða uppi. En það gæti verið áhugavert að láta á þetta reyna og hvaða möguleikar eru þarna í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að leyfið fáist afgreitt í byrjun næsta árs,“ segir Hörður. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki bíður nú ákvörðunar rússneskra yfirvalda vegna umsókna um innflutningsleyfi til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Mjólkursamsalan (MS), Fjarðalax, Stjörnugrís og Sláturhúsið á Hellu eru á meðal umsækjenda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun höfðu 44 fiskvinnslu- eða fiskeldisfyrirtæki sótt um innflutningsleyfi þegar sendinefnd tollabandalagsins kom hingað til lands um miðjan nóvember til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu. Tíu starfsmenn Matvælastofnunar Rússlands unnu úttektina, sem tók tvær vikur, en á þeim tíma tókst ekki að heimsækja alla umsækjendur. Matvælastofnun gerir ráð fyrir að umsóknirnar verði afgreiddar á fyrstu mánuðum næsta árs. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir fyrirtækið líta á Rússland sem framtíðarmarkað.Einar Sigurðsson„Við erum að kanna aðeins möguleika á skyrútflutningi til Rússlands. Það hefur einnig verið töluverður áhugi þar fyrir fituríkum vörum, ostum og öðru slíku, en vegna söluaukningarinnar á þeim hér heima þá hyggjum við ekki á neinn slíkan útflutning á næstu misserum,“ segir Einar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hefur fall rúblunnar leitt til þess að íslenskir fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi sínum til Rússlands. HB Grandi og Iceland Seafood eru þar á meðal en þau eru í hópi 82 íslenskra fyrirtækja sem eru nú þegar með leyfi til útflutnings á sjávarafurðum til Rússlands. Einar segir ákvörðun MS um að sækja um leyfi ekki tengjast ákvörðun rússneskra yfirvalda um að setja innflutningsbann á flest ríki Evrópu, Noreg og Bandaríkin. „Þetta var komið af stað áður en það gerðist og við fylgjumst með efnahagsástandinu í Rússlandi. Þetta er hins vegar stór framtíðarmarkaður og við viljum vera tilbúin með viðurkenningar fyrir mjólkurstöðvar fyrirtækisins.“ Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir rússneska kaupendur hafa sýnt íslensku svínakjöti aukinn áhuga eftir að innflutningsbannið tók gildi. Því hafi kjötvinnslufyrirtækið Stjörnugrís ákveðið að sækja um innflutningsleyfi. „En svo vitum við ekkert hvernig þessu viðskiptabanni reiðir af og ef það fer eitthvað að rofa til í viðskiptum Evrópusambandsins og Rússa þá verður allt önnur staða uppi. En það gæti verið áhugavert að láta á þetta reyna og hvaða möguleikar eru þarna í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að leyfið fáist afgreitt í byrjun næsta árs,“ segir Hörður.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent