Vilja að ný samkeppnisbrotarannsókn fái flýtimeðferð Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála segir að þótt ekki hafi komið fram haldbærar skýringar á af hverju samningur MS við Kaupfélag Skagfirðinga hafi ekki fyrr verið lagður fram þurfi að upplýsa málin að fullu. Fréttablaðið/Stefán Samkeppniseftirlitið tekur á ný til meðferðar hugsanlega misnotkun Mjólkursamsölunnar (MS) á markaðsráðandi stöðu sinni eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi ákvörðun eftirlitsins um 370 milljóna króna sekt á hendur MS fyrir misnotkun. Sektina fékk félagið fyrir að selja Kú hrámjólk á hærra verði en keppinautar Kú, tengdir MS, þurftu að greiða. MS lagði fram fyrir áfrýjunarnefndina samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008 sem ekki hafði komið fram áður og taldi nefndin því að rannsaka þyrfti málið betur. „Jafnframt mun Samkeppniseftirlitið taka til rannsóknar hvaða ástæður liggja fyrir því að umræddur samningur var ekki lagður fyrir eftirlitið við rannsókn málsins, en viðurlög geta legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu við rannsókn máls,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Einar SigurðssonFélag atvinnurekenda (FA) kallaði í gær eftir því að mál Mjólkurbúsins Kú gegn MS fái flýtimeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir orka tvímælis að öflug, markaðsráðandi fyrirtæki komist upp með að tefja málsmeðferðina með því að leyna Samkeppniseftirlitið gögnum sem síðan séu dregin upp við málsmeðferð hjá áfrýjunarnefnd. „Fyrir smærri keppinauta Mjólkursamsölunnar er lykilatriði að hin nýja rannsókn fari ekki í hefðbundinn margra mánaða farveg hjá Samkeppniseftirlitinu heldur fái málið flýtimeðferð þannig að endanleg niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Það er sömuleiðis brýnt hagsmunamál fyrir neytendur, sérstaklega í ljósi þess að meint brot MS hafa verið á fleiri sviðum. Hjá Samkeppniseftirlitinu er til meðferðar sambærileg kvörtun frá Kú vegna sölu á rjóma og brýnt að niðurstaða í því máli fáist sem fyrst,“ segir Ólafur. Í tilkynningu sem MS sendi frá sér vegna málsins segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um áfangasigur að ræða. „Málið telst ekki rannsakað til þeirrar niðurstöðu sem kynnt var og 370 milljóna króna sektin verður nú endurgreidd félaginu,“ er haft eftir Einari.Ólafur M. MagnússonÞá lýsa forsvarsmenn Kú í tilkynningu furðu sinni á að MS í Reykjavík skuli hafa „leynt samningi, sem fyrirtækið segist nú hafa gert við Kaupfélag Skagfirðinga“. Vinnubrögðin eru sögð til þess fallin að draga málið á langinn „og vekja spurningar um hvort fleiri leyniskjöl eigi eftir að koma fram“. Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fleiri fréttir Play hættir starfsemi Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið tekur á ný til meðferðar hugsanlega misnotkun Mjólkursamsölunnar (MS) á markaðsráðandi stöðu sinni eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi ákvörðun eftirlitsins um 370 milljóna króna sekt á hendur MS fyrir misnotkun. Sektina fékk félagið fyrir að selja Kú hrámjólk á hærra verði en keppinautar Kú, tengdir MS, þurftu að greiða. MS lagði fram fyrir áfrýjunarnefndina samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008 sem ekki hafði komið fram áður og taldi nefndin því að rannsaka þyrfti málið betur. „Jafnframt mun Samkeppniseftirlitið taka til rannsóknar hvaða ástæður liggja fyrir því að umræddur samningur var ekki lagður fyrir eftirlitið við rannsókn málsins, en viðurlög geta legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu við rannsókn máls,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Einar SigurðssonFélag atvinnurekenda (FA) kallaði í gær eftir því að mál Mjólkurbúsins Kú gegn MS fái flýtimeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir orka tvímælis að öflug, markaðsráðandi fyrirtæki komist upp með að tefja málsmeðferðina með því að leyna Samkeppniseftirlitið gögnum sem síðan séu dregin upp við málsmeðferð hjá áfrýjunarnefnd. „Fyrir smærri keppinauta Mjólkursamsölunnar er lykilatriði að hin nýja rannsókn fari ekki í hefðbundinn margra mánaða farveg hjá Samkeppniseftirlitinu heldur fái málið flýtimeðferð þannig að endanleg niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Það er sömuleiðis brýnt hagsmunamál fyrir neytendur, sérstaklega í ljósi þess að meint brot MS hafa verið á fleiri sviðum. Hjá Samkeppniseftirlitinu er til meðferðar sambærileg kvörtun frá Kú vegna sölu á rjóma og brýnt að niðurstaða í því máli fáist sem fyrst,“ segir Ólafur. Í tilkynningu sem MS sendi frá sér vegna málsins segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um áfangasigur að ræða. „Málið telst ekki rannsakað til þeirrar niðurstöðu sem kynnt var og 370 milljóna króna sektin verður nú endurgreidd félaginu,“ er haft eftir Einari.Ólafur M. MagnússonÞá lýsa forsvarsmenn Kú í tilkynningu furðu sinni á að MS í Reykjavík skuli hafa „leynt samningi, sem fyrirtækið segist nú hafa gert við Kaupfélag Skagfirðinga“. Vinnubrögðin eru sögð til þess fallin að draga málið á langinn „og vekja spurningar um hvort fleiri leyniskjöl eigi eftir að koma fram“.
Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fleiri fréttir Play hættir starfsemi Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Sjá meira