Er allt í plasti hjá þér? Kristján Andri Jóhannsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Nú á stuttum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning á umbúðarnotkun landsmanna. Tíu þúsund manns hefur líkað við Fésbókarsíðuna „Bylting gegn umbúðum“ og þar fer fram mikil umræða í átt að umhverfisvænni lifnaðarháttum. Ég brosti mínu breiðasta nú nýlega þegar ég var staddur á kassa í Krónunni og fékk alveg glænýja spurningu frá starfsmanni: „Viltu maíspoka eða plastpoka?“ Þetta er eitt af þessum augnablikum sem fá mig sem ungan umhverfissinna til að hugsa, já, það er komið árið 2014. Það eru þó ekki allir tilbúnir í þessar breytingar. Sigurður Oddson verkfræðingur hefur nýverið skrifað greinar um hvað plast sé umhverfisvænt. En minnist þó ekkert á hve slæm áhrif plast hefur á lífríki sjávar eða á hundruð ára sem það tekur plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Þá gagnrýnir hann maíspoka og segir þá vera blandaða plasti. Ótrúlegt er að Sigurður hafi ekki lesið framan á „maísplastburðarpokana“ sem í boði eru í helstu matvöruverslunum landsins frá Íslenska gámafélaginu eins og t.d. í Bónus og Krónunni. En þar stendur: „Þeir eru framleiddir úr endurvinnanlegu og lífrænu efni (maíssterkju) og innihalda ekki polyethyethylene (sem er plast – innskot höfundar). Pokarnir „anda“ og henta því vel til geymslu á grænmeti og ávöxtum. Pokarnir brotna 100% niður á 10-45 dögum við góð jarðgerðarskilyrði.“ Sigurður hittir næstum því á góðan punkt þegar hann segir að umhverfisvænstu pokarnir séu þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. En enn og aftur er lausn hans plastmenguð þegar hann bendir á plastpoka í þeim efnum.Hvað með taupoka? Það er gagnrýnisvert að Sigurður, sem er markaðstjóri PMT (Plast, miðar og tæki) taki ekki fram þá hagsmuni sem hann hefur að gæta með greinaskrifum sínum um umhverfismál. Fyrirtækið sem hann starfar hjá selur fyrirtækjum ýmsar gerðir plastpoka og plastumbúða og eru nú í auknum mæli í samkeppni við Íslenska gámafélagið vegna vaxandi eftirspurnar á maíspokum. Nær væri að Sigurður beindi kröftum sínum í að finna út leiðir til að sinna betur þörfum viðskiptavina sinna um umhverfisvænni umbúðir heldur en að dreifa áróðri um að plast sé eftir allt saman umhverfisvænt. Í mörg horn er að líta þegar kemur að umhverfismálum og allar umbúðir hafa í för með sér einhver umhverfisáhrif. Því má færa rök fyrir að engar umbúðir séu umhverfisvænstu umbúðirnar. Best væri ef við gætum verslað án umbúða. Það er sannleikur sem ekki allir vilja heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú á stuttum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning á umbúðarnotkun landsmanna. Tíu þúsund manns hefur líkað við Fésbókarsíðuna „Bylting gegn umbúðum“ og þar fer fram mikil umræða í átt að umhverfisvænni lifnaðarháttum. Ég brosti mínu breiðasta nú nýlega þegar ég var staddur á kassa í Krónunni og fékk alveg glænýja spurningu frá starfsmanni: „Viltu maíspoka eða plastpoka?“ Þetta er eitt af þessum augnablikum sem fá mig sem ungan umhverfissinna til að hugsa, já, það er komið árið 2014. Það eru þó ekki allir tilbúnir í þessar breytingar. Sigurður Oddson verkfræðingur hefur nýverið skrifað greinar um hvað plast sé umhverfisvænt. En minnist þó ekkert á hve slæm áhrif plast hefur á lífríki sjávar eða á hundruð ára sem það tekur plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Þá gagnrýnir hann maíspoka og segir þá vera blandaða plasti. Ótrúlegt er að Sigurður hafi ekki lesið framan á „maísplastburðarpokana“ sem í boði eru í helstu matvöruverslunum landsins frá Íslenska gámafélaginu eins og t.d. í Bónus og Krónunni. En þar stendur: „Þeir eru framleiddir úr endurvinnanlegu og lífrænu efni (maíssterkju) og innihalda ekki polyethyethylene (sem er plast – innskot höfundar). Pokarnir „anda“ og henta því vel til geymslu á grænmeti og ávöxtum. Pokarnir brotna 100% niður á 10-45 dögum við góð jarðgerðarskilyrði.“ Sigurður hittir næstum því á góðan punkt þegar hann segir að umhverfisvænstu pokarnir séu þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. En enn og aftur er lausn hans plastmenguð þegar hann bendir á plastpoka í þeim efnum.Hvað með taupoka? Það er gagnrýnisvert að Sigurður, sem er markaðstjóri PMT (Plast, miðar og tæki) taki ekki fram þá hagsmuni sem hann hefur að gæta með greinaskrifum sínum um umhverfismál. Fyrirtækið sem hann starfar hjá selur fyrirtækjum ýmsar gerðir plastpoka og plastumbúða og eru nú í auknum mæli í samkeppni við Íslenska gámafélagið vegna vaxandi eftirspurnar á maíspokum. Nær væri að Sigurður beindi kröftum sínum í að finna út leiðir til að sinna betur þörfum viðskiptavina sinna um umhverfisvænni umbúðir heldur en að dreifa áróðri um að plast sé eftir allt saman umhverfisvænt. Í mörg horn er að líta þegar kemur að umhverfismálum og allar umbúðir hafa í för með sér einhver umhverfisáhrif. Því má færa rök fyrir að engar umbúðir séu umhverfisvænstu umbúðirnar. Best væri ef við gætum verslað án umbúða. Það er sannleikur sem ekki allir vilja heyra.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun