Hreppaflutningar Guðmundur Karlsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Sum okkar muna eftir því að í febrúar árið 2000 setti nýr iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins fram tillögu um að flytja aðalstöðvar Rarik til Akureyrar. Kallað var til ráðgjafafyrirtæki sem fékk það verkefni að gera úttekt sem skyldi sýna fram á að flutningurinn yrði hagkvæmur. Í úttektinni var til dæmis ekki eitt orð um dýrari rekstur aðalskrifstofu eftir flutning. Þrátt fyrir athugasemdir og mótmæli okkar starfsmanna í Reykjavík, sem bentum á falsaðar tölur og slæleg vinnubrögð við úttektina, var málið keyrt áfram og allt virtist stefna í flutning. Á sama tíma var verið að þvinga Byggðastofnun með sömu aðferðum til Sauðárkróks og skömmu áður höfðu Landmælingar fengið að flytja til Akraness. Hér er útdráttur úr mínum athugasemdum frá 2.2.2000, en svona upplifðum við starfsmenn Rarik í Reykjavík viðhorf ráðuneytisins til okkar: „Fólkið sem vinnur á aðalskrifstofu RARIK er flest gamalt og afdankað stofnanalið sem enginn missir er að, ef það skyldi nú heltast úr lestinni við flutninginn, enda skapar það ný störf á Akureyri. Starfsmennirnir sem flytjast með til Akureyrar sýna það hins vegar í verki að vinnan er þeim meira virði en fjölskyldan og vinartengslin, slíkur vinnukraftur sýnir þjónustulund sem ekki má forsmá!“ Sem betur fer valdi þáverandi iðnaðarráðherra að ræða við starfsmenn og skoða fleiri hliðar málsins áður en ákvörðun væri tekin, og fallið var frá flutningi höfuðstöðva Rarik árið 2000, enda augljóst orðið að mikið hagræði er fólgið í nálægð aðalstöðvanna við aðalhöfn landsins og alla birgjana auk þess sem meira en fimmtungur viðskiptamanna Rarik er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Nú dregur aftur til tíðinda hjá Rarik. Forsætisráðherra fann það verkefni fyrir nokkra aðstoðarmenn að vinna tillögur sérstaklega með hag Norðvesturlands að leiðarljósi, þó ekki Vestfjarða, og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að höfuðstöðvar Rarik og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar eigi best heima á Sauðárkróki. Forsætisráðherra velur á hefðbundinn hátt að skella þessu framan í landsmenn án samtals eða samráðs. Viðbrögð sveitarstjórnarmanna utan Norðvesturlands sýna að þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að stuðla að friði í landinu, fremur benda þau til að hreppapólitíkin eflist nú sem aldrei fyrr. Þessi aðferðafræði við virka byggðastefnu virðist nokkuð vinsæl meðal framámanna Framsóknarflokksins og sumra annarra stjórnmálamanna.Ekki hefðbundin ríkisstofnun Mig langar til að benda þessum hreppaflutningamönnum á nokkrar hugmyndir. Væri ekki þjóðráð að flytja aðalstöðvar Framsóknarflokksins á vel valinn stað á skagfirska efnahagssvæðinu? Forsætisráðherrann hefði allavega gott af vænum skammti af innri íhugun. Nú, og hvað um stjórnarráðið til Grímseyjar? Alþingi til Þingvalla? Þingmenn gætu þá aðstoðað við eftirlit með náttúrupössum ferðamanna milli funda. Þegar betur er að gáð, væri ekki ráð að flytja Reykjavík í heilu lagi á Sprengisand? Nóg er nú plássið! Hugsið ykkur friðinn sem gæti ríkt í vinnunni. Engir útlendingar til þess að trufla, ekkert salt til þess að eyðileggja bílana okkar, þarna gætum við unað í heimspekilegri ró og velt fyrir okkur hvernig leysa mætti lífsgátuna, ótrufluð af amstri umheimsins, sæl í okkar einangrun, sambandslaus og áhyggjulaus. Varðandi Rarik langar mig reyndar til að spyrja hvort það sé eðlilegt að ríkisstjórn Íslands skipti sér af staðsetningu á aðalskrifstofu fyrirtækisins. Árið 2006 var Rarik nefnilega gert að hlutafélagi og er fyrirtækið því ekki lengur hefðbundin ríkisstofnun. Í lögunum nr. 25 2006 um stofnun hlutafélagsins Rarik ohf. stendur í 2. grein: „Ákvæði laga um hlutafélög gilda um félagið ef ekki er kveðið á um annað í lögum þessum.“ Hvergi er í lögunum minnst á rétt eigenda til að skipta sér af rekstri fyrirtækisins á þennan hátt. Það kann vel að vera svo að meirihluti hluthafa geti þvingað fram slíkar breytingar á rekstri hlutafélags með tillögum á aðalfundum, en er það eðlilegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sum okkar muna eftir því að í febrúar árið 2000 setti nýr iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins fram tillögu um að flytja aðalstöðvar Rarik til Akureyrar. Kallað var til ráðgjafafyrirtæki sem fékk það verkefni að gera úttekt sem skyldi sýna fram á að flutningurinn yrði hagkvæmur. Í úttektinni var til dæmis ekki eitt orð um dýrari rekstur aðalskrifstofu eftir flutning. Þrátt fyrir athugasemdir og mótmæli okkar starfsmanna í Reykjavík, sem bentum á falsaðar tölur og slæleg vinnubrögð við úttektina, var málið keyrt áfram og allt virtist stefna í flutning. Á sama tíma var verið að þvinga Byggðastofnun með sömu aðferðum til Sauðárkróks og skömmu áður höfðu Landmælingar fengið að flytja til Akraness. Hér er útdráttur úr mínum athugasemdum frá 2.2.2000, en svona upplifðum við starfsmenn Rarik í Reykjavík viðhorf ráðuneytisins til okkar: „Fólkið sem vinnur á aðalskrifstofu RARIK er flest gamalt og afdankað stofnanalið sem enginn missir er að, ef það skyldi nú heltast úr lestinni við flutninginn, enda skapar það ný störf á Akureyri. Starfsmennirnir sem flytjast með til Akureyrar sýna það hins vegar í verki að vinnan er þeim meira virði en fjölskyldan og vinartengslin, slíkur vinnukraftur sýnir þjónustulund sem ekki má forsmá!“ Sem betur fer valdi þáverandi iðnaðarráðherra að ræða við starfsmenn og skoða fleiri hliðar málsins áður en ákvörðun væri tekin, og fallið var frá flutningi höfuðstöðva Rarik árið 2000, enda augljóst orðið að mikið hagræði er fólgið í nálægð aðalstöðvanna við aðalhöfn landsins og alla birgjana auk þess sem meira en fimmtungur viðskiptamanna Rarik er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Nú dregur aftur til tíðinda hjá Rarik. Forsætisráðherra fann það verkefni fyrir nokkra aðstoðarmenn að vinna tillögur sérstaklega með hag Norðvesturlands að leiðarljósi, þó ekki Vestfjarða, og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að höfuðstöðvar Rarik og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar eigi best heima á Sauðárkróki. Forsætisráðherra velur á hefðbundinn hátt að skella þessu framan í landsmenn án samtals eða samráðs. Viðbrögð sveitarstjórnarmanna utan Norðvesturlands sýna að þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að stuðla að friði í landinu, fremur benda þau til að hreppapólitíkin eflist nú sem aldrei fyrr. Þessi aðferðafræði við virka byggðastefnu virðist nokkuð vinsæl meðal framámanna Framsóknarflokksins og sumra annarra stjórnmálamanna.Ekki hefðbundin ríkisstofnun Mig langar til að benda þessum hreppaflutningamönnum á nokkrar hugmyndir. Væri ekki þjóðráð að flytja aðalstöðvar Framsóknarflokksins á vel valinn stað á skagfirska efnahagssvæðinu? Forsætisráðherrann hefði allavega gott af vænum skammti af innri íhugun. Nú, og hvað um stjórnarráðið til Grímseyjar? Alþingi til Þingvalla? Þingmenn gætu þá aðstoðað við eftirlit með náttúrupössum ferðamanna milli funda. Þegar betur er að gáð, væri ekki ráð að flytja Reykjavík í heilu lagi á Sprengisand? Nóg er nú plássið! Hugsið ykkur friðinn sem gæti ríkt í vinnunni. Engir útlendingar til þess að trufla, ekkert salt til þess að eyðileggja bílana okkar, þarna gætum við unað í heimspekilegri ró og velt fyrir okkur hvernig leysa mætti lífsgátuna, ótrufluð af amstri umheimsins, sæl í okkar einangrun, sambandslaus og áhyggjulaus. Varðandi Rarik langar mig reyndar til að spyrja hvort það sé eðlilegt að ríkisstjórn Íslands skipti sér af staðsetningu á aðalskrifstofu fyrirtækisins. Árið 2006 var Rarik nefnilega gert að hlutafélagi og er fyrirtækið því ekki lengur hefðbundin ríkisstofnun. Í lögunum nr. 25 2006 um stofnun hlutafélagsins Rarik ohf. stendur í 2. grein: „Ákvæði laga um hlutafélög gilda um félagið ef ekki er kveðið á um annað í lögum þessum.“ Hvergi er í lögunum minnst á rétt eigenda til að skipta sér af rekstri fyrirtækisins á þennan hátt. Það kann vel að vera svo að meirihluti hluthafa geti þvingað fram slíkar breytingar á rekstri hlutafélags með tillögum á aðalfundum, en er það eðlilegt?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun