Fékk skólastyrk fyrir námi í Los Angeles Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 17. desember 2014 14:00 Ragnheiður er staðráðin í að láta draumana rætast í Los Angeles. Mynd/ Mike Quain „Ég þurfti að fara í áheyrnarprufu til að sækja um skólastyrk og var einstaklega heppin og mér var boðinn skólastyrkur fyrir áframhaldandi námi,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona, sem stundar nám í kvikmyndaleik við New York Film Academy í Los Angeles. Hún fluttist þangað í haust ásamt eiginmanni sínum Atla Bjarnasyni viðskiptafræðingi og syni þeirra Breka, sem er að verða tveggja ára. „Ég fékk fullt af skemmtilegum verkefnum á meðan ég var í skólanum í haust. Það er alltaf gaman að geta unnið smá með skólanum og komið sér einnig á framfæri þannig,“ segir Ragnheiður, en meðal verkefna sem hún tók að sér var leikur í nokkrum stuttmyndum. „Ég fór líka í nokkrar myndatökur, meðal annars hjá ljósmyndara sem heitir Mike Quain, en hann hefur myndað einhverjar stjörnur. Það var skemmtileg og öðruvísi myndataka, svolítið avant garde og ólíkt því sem ég hef gert áður,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldan ætlar að koma heim yfir jólin, en svo heldur hún aftur út til Los Angeles eftir áramót. „Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt í Hreyfingu og hlaða batteríin fyrir næstu önn,“ segir Ragnheiður, en þau stefna að því að fara aftur út í janúar. „Námið er mjög skemmtilegt og mér gekk vel og fékk mjög góðar einkunnir og umsagnir, enda lagði ég mig líka alla fram við þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir það hafa gengið vel að aðlagast og þeim líði vel úti. „Breki elskar að vera þarna. Við hittum alltaf einhverja á róló sem voru tilbúnir að spjalla og koma á „playdate“ þannig að það var alltaf líf og fjör,“ segir hún. Auk þess að vera á fullu í náminu heldur Ragnheiður úti blogginu www.rasdiner.com þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum og fróðleik um hreyfingu. „Ég hugsa vel um heilsuna og er oft beðin um uppskriftir og æfingaráð. Þetta heldur mér líka við efnið að borða hollt og hreyfa mig. Þannig líður mér betur og mig langar bara til að halda áfram að læra og vinna,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Ég þurfti að fara í áheyrnarprufu til að sækja um skólastyrk og var einstaklega heppin og mér var boðinn skólastyrkur fyrir áframhaldandi námi,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona, sem stundar nám í kvikmyndaleik við New York Film Academy í Los Angeles. Hún fluttist þangað í haust ásamt eiginmanni sínum Atla Bjarnasyni viðskiptafræðingi og syni þeirra Breka, sem er að verða tveggja ára. „Ég fékk fullt af skemmtilegum verkefnum á meðan ég var í skólanum í haust. Það er alltaf gaman að geta unnið smá með skólanum og komið sér einnig á framfæri þannig,“ segir Ragnheiður, en meðal verkefna sem hún tók að sér var leikur í nokkrum stuttmyndum. „Ég fór líka í nokkrar myndatökur, meðal annars hjá ljósmyndara sem heitir Mike Quain, en hann hefur myndað einhverjar stjörnur. Það var skemmtileg og öðruvísi myndataka, svolítið avant garde og ólíkt því sem ég hef gert áður,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldan ætlar að koma heim yfir jólin, en svo heldur hún aftur út til Los Angeles eftir áramót. „Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt í Hreyfingu og hlaða batteríin fyrir næstu önn,“ segir Ragnheiður, en þau stefna að því að fara aftur út í janúar. „Námið er mjög skemmtilegt og mér gekk vel og fékk mjög góðar einkunnir og umsagnir, enda lagði ég mig líka alla fram við þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir það hafa gengið vel að aðlagast og þeim líði vel úti. „Breki elskar að vera þarna. Við hittum alltaf einhverja á róló sem voru tilbúnir að spjalla og koma á „playdate“ þannig að það var alltaf líf og fjör,“ segir hún. Auk þess að vera á fullu í náminu heldur Ragnheiður úti blogginu www.rasdiner.com þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum og fróðleik um hreyfingu. „Ég hugsa vel um heilsuna og er oft beðin um uppskriftir og æfingaráð. Þetta heldur mér líka við efnið að borða hollt og hreyfa mig. Þannig líður mér betur og mig langar bara til að halda áfram að læra og vinna,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira