Af meintum ógnunum Sigurður Már Jónsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Í nútímasamfélagi er mikilvægt að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar á einfaldan hátt. Á Íslandi hefur almenningur ríkan rétt til að afla sér upplýsinga á eigin spýtur en flestir reiða sig þó á upplýsingamiðlun sem fer fram í gegnum fjölmiðla. Þar vinnur mikið af hæfu og áreiðanlegu fólki sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að miðla hlutlægum staðreyndum. Þetta fólk reynir að leggja eigin skoðanir til hliðar og telur sig ekki hafið yfir málefnalega umræðu um verk sín. Á tæplega 30 ára ferli mínum sem blaðamaður fékk ég ósjaldan símtöl frá lesendum sem vildu ræða um efnistök og áherslur í mínum skrifum. Slíkt hefur ávallt þótt eðlilegt í blaðamannastétt og ef efnisleg rök gefa tilefni til, t.d. ef rangar upplýsingar rata í skrif, þykir flestum sjálfsagt að leiðrétta mistökin. Það þekki ég af eigin raun og engin eftirgjöf á ritstjórnarlegu frelsi felst í því að taka tillit til sjónarmiða annarra. Síðustu 15 mánuði hef ég starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hluti þess starfs felst í samskiptum við fjölmiða, innlenda sem erlenda. Ég hef lagt áherslu á að fjölmiðlafólk hafi greiðan aðgang að mér og hef reynt að greiða götu þeirra eins og unnt er. Í því felst að oft er skipst á símtölum og stundum skoðunum. Í einhverjum tilvikum hef ég bent á bein rangindi, sem blaðamenn hafa yfirleitt verið þakklátir fyrir, enda vilja flestir greina rétt frá. Fram til þessa hefur þetta vinnulag ekki verið sérstakt vandamál.Ábendingar Síðastliðinn föstudag hafði ég samband við ritstjórn vikublaðsins Grapevine. Á vefsíðu miðilsins hafði birst frétt þar sem fréttaskrifara virtist ókunnugt um mikilvæg efnisatriði. Fréttaskrifarinn sjálfur var ekki viðlátinn en af efnistökum þeirra að dæma virtust skrifin vera byggð á umræðu á samfélagsmiðlum og fréttaskrifum hins ágæta miðils DV. Um samskiptin er í sjálfu sér ekki margt að segja. Ég kom mínum ábendingum á framfæri við fulltrúa fjölmiðilsins - sem að mestu fólust í að benda á tilvist og slóð áðurbirtrar leiðréttingar um fjölda aðstoðarmanna forsætisráðherra, sem eru tveir en ekki sjö eins og Fréttablaðið og fleiri héldu fram í síðustu viku. Að venju lét ég honum eftir að ákveða hvernig fjölmiðillinn myndi bregðast við. Í því fólust engin fúkyrði, og hvorki hótanir né dónaskapur. Niðurstaða Grapevine var sú að breyta efnislega engu í sinni frásögn og í lokasvari frá ritstjóranum, Hauki S. Magnússyni, segir m.a.: „Varðandi orðalagið „ditches“ er það vissulega kersknislegt, en merkingin stendur engu að síður og er í samræmi við stíl þann sem við höfum tileinkað okkur við fréttaflutning, sem er oft á gamansömum nótum.“ Sá ég að þarflaust var að lengja þessa orðræðu og taldi málinu þar með lokið.Eiga sér enga stoð Það kom mér þess vegna á óvart að sjá Grapevine gera þessi samskipti að sérstöku umræðuefni á vef sínum síðar sama dag og gefa í skyn að undirritaður hafi farið fram með ógnunum og hótunum. Það eru stór orð sem eiga sér enga stoð. Í fréttum nokkurra annarra miðla af samskiptunum er þeim líkt við tilraun til ritskoðunar! Slíkt er auðvitað fjarri lagi og ekkert hefur verið lagt fram sem rennir stoðum undir slíkt. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, Friðrika Benónýsdóttir, gerir svo samskiptin að umfjöllunarefni í gær undir fyrirsögninni „Fyndnu strákarnir í Stjórnarráðinu.“ Í leiðurum Fréttablaðsins birtast fyrst og fremst skoðun þess sem heldur á penna hverju sinni og í því samhengi skipta staðreyndir litlu máli. Það er engu að síður miður þegar sterkar skoðanir byggja á hæpnum forsendum. Í stuttu máli snýst leiðarinn um að í Stjórnarráðinu starfi hrokafullir strákar sem láti sér mannréttindi og lýðræði í léttu rúmi liggja, traðki á réttindum blaðamanna og vilji ráða öllu. Því verð ég að mótmæla, sem og fullyrðingum um að á vegum Stjórnarráðsins sé gripið til „refsiaðgerða gegn þeim fréttamiðlum sem ekki eru þeim nógu hliðhollir“. Slíkt er fráleitt og dregur úr trúverðugleika þess sem skrifar. Gagnrýnin umræða er þörf en það er ástæðulaust að reyna að búa til grýlur þar sem engar eru. Hlutlæg blaðamennska sem byggir á staðreyndum og sanngirni gegnir mikilvægu samfélagshlutverki og það minnkar enginn blaðamaður við það að leiðrétta það sem rangt er sagt. Eftir stendur sú spurning; telja einstaka fjölmiðlamenn að við þeirra verk megi ekki gera athugasemdir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er mikilvægt að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar á einfaldan hátt. Á Íslandi hefur almenningur ríkan rétt til að afla sér upplýsinga á eigin spýtur en flestir reiða sig þó á upplýsingamiðlun sem fer fram í gegnum fjölmiðla. Þar vinnur mikið af hæfu og áreiðanlegu fólki sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að miðla hlutlægum staðreyndum. Þetta fólk reynir að leggja eigin skoðanir til hliðar og telur sig ekki hafið yfir málefnalega umræðu um verk sín. Á tæplega 30 ára ferli mínum sem blaðamaður fékk ég ósjaldan símtöl frá lesendum sem vildu ræða um efnistök og áherslur í mínum skrifum. Slíkt hefur ávallt þótt eðlilegt í blaðamannastétt og ef efnisleg rök gefa tilefni til, t.d. ef rangar upplýsingar rata í skrif, þykir flestum sjálfsagt að leiðrétta mistökin. Það þekki ég af eigin raun og engin eftirgjöf á ritstjórnarlegu frelsi felst í því að taka tillit til sjónarmiða annarra. Síðustu 15 mánuði hef ég starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hluti þess starfs felst í samskiptum við fjölmiða, innlenda sem erlenda. Ég hef lagt áherslu á að fjölmiðlafólk hafi greiðan aðgang að mér og hef reynt að greiða götu þeirra eins og unnt er. Í því felst að oft er skipst á símtölum og stundum skoðunum. Í einhverjum tilvikum hef ég bent á bein rangindi, sem blaðamenn hafa yfirleitt verið þakklátir fyrir, enda vilja flestir greina rétt frá. Fram til þessa hefur þetta vinnulag ekki verið sérstakt vandamál.Ábendingar Síðastliðinn föstudag hafði ég samband við ritstjórn vikublaðsins Grapevine. Á vefsíðu miðilsins hafði birst frétt þar sem fréttaskrifara virtist ókunnugt um mikilvæg efnisatriði. Fréttaskrifarinn sjálfur var ekki viðlátinn en af efnistökum þeirra að dæma virtust skrifin vera byggð á umræðu á samfélagsmiðlum og fréttaskrifum hins ágæta miðils DV. Um samskiptin er í sjálfu sér ekki margt að segja. Ég kom mínum ábendingum á framfæri við fulltrúa fjölmiðilsins - sem að mestu fólust í að benda á tilvist og slóð áðurbirtrar leiðréttingar um fjölda aðstoðarmanna forsætisráðherra, sem eru tveir en ekki sjö eins og Fréttablaðið og fleiri héldu fram í síðustu viku. Að venju lét ég honum eftir að ákveða hvernig fjölmiðillinn myndi bregðast við. Í því fólust engin fúkyrði, og hvorki hótanir né dónaskapur. Niðurstaða Grapevine var sú að breyta efnislega engu í sinni frásögn og í lokasvari frá ritstjóranum, Hauki S. Magnússyni, segir m.a.: „Varðandi orðalagið „ditches“ er það vissulega kersknislegt, en merkingin stendur engu að síður og er í samræmi við stíl þann sem við höfum tileinkað okkur við fréttaflutning, sem er oft á gamansömum nótum.“ Sá ég að þarflaust var að lengja þessa orðræðu og taldi málinu þar með lokið.Eiga sér enga stoð Það kom mér þess vegna á óvart að sjá Grapevine gera þessi samskipti að sérstöku umræðuefni á vef sínum síðar sama dag og gefa í skyn að undirritaður hafi farið fram með ógnunum og hótunum. Það eru stór orð sem eiga sér enga stoð. Í fréttum nokkurra annarra miðla af samskiptunum er þeim líkt við tilraun til ritskoðunar! Slíkt er auðvitað fjarri lagi og ekkert hefur verið lagt fram sem rennir stoðum undir slíkt. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, Friðrika Benónýsdóttir, gerir svo samskiptin að umfjöllunarefni í gær undir fyrirsögninni „Fyndnu strákarnir í Stjórnarráðinu.“ Í leiðurum Fréttablaðsins birtast fyrst og fremst skoðun þess sem heldur á penna hverju sinni og í því samhengi skipta staðreyndir litlu máli. Það er engu að síður miður þegar sterkar skoðanir byggja á hæpnum forsendum. Í stuttu máli snýst leiðarinn um að í Stjórnarráðinu starfi hrokafullir strákar sem láti sér mannréttindi og lýðræði í léttu rúmi liggja, traðki á réttindum blaðamanna og vilji ráða öllu. Því verð ég að mótmæla, sem og fullyrðingum um að á vegum Stjórnarráðsins sé gripið til „refsiaðgerða gegn þeim fréttamiðlum sem ekki eru þeim nógu hliðhollir“. Slíkt er fráleitt og dregur úr trúverðugleika þess sem skrifar. Gagnrýnin umræða er þörf en það er ástæðulaust að reyna að búa til grýlur þar sem engar eru. Hlutlæg blaðamennska sem byggir á staðreyndum og sanngirni gegnir mikilvægu samfélagshlutverki og það minnkar enginn blaðamaður við það að leiðrétta það sem rangt er sagt. Eftir stendur sú spurning; telja einstaka fjölmiðlamenn að við þeirra verk megi ekki gera athugasemdir?
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar