Af meintum ógnunum Sigurður Már Jónsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Í nútímasamfélagi er mikilvægt að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar á einfaldan hátt. Á Íslandi hefur almenningur ríkan rétt til að afla sér upplýsinga á eigin spýtur en flestir reiða sig þó á upplýsingamiðlun sem fer fram í gegnum fjölmiðla. Þar vinnur mikið af hæfu og áreiðanlegu fólki sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að miðla hlutlægum staðreyndum. Þetta fólk reynir að leggja eigin skoðanir til hliðar og telur sig ekki hafið yfir málefnalega umræðu um verk sín. Á tæplega 30 ára ferli mínum sem blaðamaður fékk ég ósjaldan símtöl frá lesendum sem vildu ræða um efnistök og áherslur í mínum skrifum. Slíkt hefur ávallt þótt eðlilegt í blaðamannastétt og ef efnisleg rök gefa tilefni til, t.d. ef rangar upplýsingar rata í skrif, þykir flestum sjálfsagt að leiðrétta mistökin. Það þekki ég af eigin raun og engin eftirgjöf á ritstjórnarlegu frelsi felst í því að taka tillit til sjónarmiða annarra. Síðustu 15 mánuði hef ég starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hluti þess starfs felst í samskiptum við fjölmiða, innlenda sem erlenda. Ég hef lagt áherslu á að fjölmiðlafólk hafi greiðan aðgang að mér og hef reynt að greiða götu þeirra eins og unnt er. Í því felst að oft er skipst á símtölum og stundum skoðunum. Í einhverjum tilvikum hef ég bent á bein rangindi, sem blaðamenn hafa yfirleitt verið þakklátir fyrir, enda vilja flestir greina rétt frá. Fram til þessa hefur þetta vinnulag ekki verið sérstakt vandamál.Ábendingar Síðastliðinn föstudag hafði ég samband við ritstjórn vikublaðsins Grapevine. Á vefsíðu miðilsins hafði birst frétt þar sem fréttaskrifara virtist ókunnugt um mikilvæg efnisatriði. Fréttaskrifarinn sjálfur var ekki viðlátinn en af efnistökum þeirra að dæma virtust skrifin vera byggð á umræðu á samfélagsmiðlum og fréttaskrifum hins ágæta miðils DV. Um samskiptin er í sjálfu sér ekki margt að segja. Ég kom mínum ábendingum á framfæri við fulltrúa fjölmiðilsins - sem að mestu fólust í að benda á tilvist og slóð áðurbirtrar leiðréttingar um fjölda aðstoðarmanna forsætisráðherra, sem eru tveir en ekki sjö eins og Fréttablaðið og fleiri héldu fram í síðustu viku. Að venju lét ég honum eftir að ákveða hvernig fjölmiðillinn myndi bregðast við. Í því fólust engin fúkyrði, og hvorki hótanir né dónaskapur. Niðurstaða Grapevine var sú að breyta efnislega engu í sinni frásögn og í lokasvari frá ritstjóranum, Hauki S. Magnússyni, segir m.a.: „Varðandi orðalagið „ditches“ er það vissulega kersknislegt, en merkingin stendur engu að síður og er í samræmi við stíl þann sem við höfum tileinkað okkur við fréttaflutning, sem er oft á gamansömum nótum.“ Sá ég að þarflaust var að lengja þessa orðræðu og taldi málinu þar með lokið.Eiga sér enga stoð Það kom mér þess vegna á óvart að sjá Grapevine gera þessi samskipti að sérstöku umræðuefni á vef sínum síðar sama dag og gefa í skyn að undirritaður hafi farið fram með ógnunum og hótunum. Það eru stór orð sem eiga sér enga stoð. Í fréttum nokkurra annarra miðla af samskiptunum er þeim líkt við tilraun til ritskoðunar! Slíkt er auðvitað fjarri lagi og ekkert hefur verið lagt fram sem rennir stoðum undir slíkt. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, Friðrika Benónýsdóttir, gerir svo samskiptin að umfjöllunarefni í gær undir fyrirsögninni „Fyndnu strákarnir í Stjórnarráðinu.“ Í leiðurum Fréttablaðsins birtast fyrst og fremst skoðun þess sem heldur á penna hverju sinni og í því samhengi skipta staðreyndir litlu máli. Það er engu að síður miður þegar sterkar skoðanir byggja á hæpnum forsendum. Í stuttu máli snýst leiðarinn um að í Stjórnarráðinu starfi hrokafullir strákar sem láti sér mannréttindi og lýðræði í léttu rúmi liggja, traðki á réttindum blaðamanna og vilji ráða öllu. Því verð ég að mótmæla, sem og fullyrðingum um að á vegum Stjórnarráðsins sé gripið til „refsiaðgerða gegn þeim fréttamiðlum sem ekki eru þeim nógu hliðhollir“. Slíkt er fráleitt og dregur úr trúverðugleika þess sem skrifar. Gagnrýnin umræða er þörf en það er ástæðulaust að reyna að búa til grýlur þar sem engar eru. Hlutlæg blaðamennska sem byggir á staðreyndum og sanngirni gegnir mikilvægu samfélagshlutverki og það minnkar enginn blaðamaður við það að leiðrétta það sem rangt er sagt. Eftir stendur sú spurning; telja einstaka fjölmiðlamenn að við þeirra verk megi ekki gera athugasemdir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er mikilvægt að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar á einfaldan hátt. Á Íslandi hefur almenningur ríkan rétt til að afla sér upplýsinga á eigin spýtur en flestir reiða sig þó á upplýsingamiðlun sem fer fram í gegnum fjölmiðla. Þar vinnur mikið af hæfu og áreiðanlegu fólki sem tekur alvarlega það hlutverk sitt að miðla hlutlægum staðreyndum. Þetta fólk reynir að leggja eigin skoðanir til hliðar og telur sig ekki hafið yfir málefnalega umræðu um verk sín. Á tæplega 30 ára ferli mínum sem blaðamaður fékk ég ósjaldan símtöl frá lesendum sem vildu ræða um efnistök og áherslur í mínum skrifum. Slíkt hefur ávallt þótt eðlilegt í blaðamannastétt og ef efnisleg rök gefa tilefni til, t.d. ef rangar upplýsingar rata í skrif, þykir flestum sjálfsagt að leiðrétta mistökin. Það þekki ég af eigin raun og engin eftirgjöf á ritstjórnarlegu frelsi felst í því að taka tillit til sjónarmiða annarra. Síðustu 15 mánuði hef ég starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hluti þess starfs felst í samskiptum við fjölmiða, innlenda sem erlenda. Ég hef lagt áherslu á að fjölmiðlafólk hafi greiðan aðgang að mér og hef reynt að greiða götu þeirra eins og unnt er. Í því felst að oft er skipst á símtölum og stundum skoðunum. Í einhverjum tilvikum hef ég bent á bein rangindi, sem blaðamenn hafa yfirleitt verið þakklátir fyrir, enda vilja flestir greina rétt frá. Fram til þessa hefur þetta vinnulag ekki verið sérstakt vandamál.Ábendingar Síðastliðinn föstudag hafði ég samband við ritstjórn vikublaðsins Grapevine. Á vefsíðu miðilsins hafði birst frétt þar sem fréttaskrifara virtist ókunnugt um mikilvæg efnisatriði. Fréttaskrifarinn sjálfur var ekki viðlátinn en af efnistökum þeirra að dæma virtust skrifin vera byggð á umræðu á samfélagsmiðlum og fréttaskrifum hins ágæta miðils DV. Um samskiptin er í sjálfu sér ekki margt að segja. Ég kom mínum ábendingum á framfæri við fulltrúa fjölmiðilsins - sem að mestu fólust í að benda á tilvist og slóð áðurbirtrar leiðréttingar um fjölda aðstoðarmanna forsætisráðherra, sem eru tveir en ekki sjö eins og Fréttablaðið og fleiri héldu fram í síðustu viku. Að venju lét ég honum eftir að ákveða hvernig fjölmiðillinn myndi bregðast við. Í því fólust engin fúkyrði, og hvorki hótanir né dónaskapur. Niðurstaða Grapevine var sú að breyta efnislega engu í sinni frásögn og í lokasvari frá ritstjóranum, Hauki S. Magnússyni, segir m.a.: „Varðandi orðalagið „ditches“ er það vissulega kersknislegt, en merkingin stendur engu að síður og er í samræmi við stíl þann sem við höfum tileinkað okkur við fréttaflutning, sem er oft á gamansömum nótum.“ Sá ég að þarflaust var að lengja þessa orðræðu og taldi málinu þar með lokið.Eiga sér enga stoð Það kom mér þess vegna á óvart að sjá Grapevine gera þessi samskipti að sérstöku umræðuefni á vef sínum síðar sama dag og gefa í skyn að undirritaður hafi farið fram með ógnunum og hótunum. Það eru stór orð sem eiga sér enga stoð. Í fréttum nokkurra annarra miðla af samskiptunum er þeim líkt við tilraun til ritskoðunar! Slíkt er auðvitað fjarri lagi og ekkert hefur verið lagt fram sem rennir stoðum undir slíkt. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, Friðrika Benónýsdóttir, gerir svo samskiptin að umfjöllunarefni í gær undir fyrirsögninni „Fyndnu strákarnir í Stjórnarráðinu.“ Í leiðurum Fréttablaðsins birtast fyrst og fremst skoðun þess sem heldur á penna hverju sinni og í því samhengi skipta staðreyndir litlu máli. Það er engu að síður miður þegar sterkar skoðanir byggja á hæpnum forsendum. Í stuttu máli snýst leiðarinn um að í Stjórnarráðinu starfi hrokafullir strákar sem láti sér mannréttindi og lýðræði í léttu rúmi liggja, traðki á réttindum blaðamanna og vilji ráða öllu. Því verð ég að mótmæla, sem og fullyrðingum um að á vegum Stjórnarráðsins sé gripið til „refsiaðgerða gegn þeim fréttamiðlum sem ekki eru þeim nógu hliðhollir“. Slíkt er fráleitt og dregur úr trúverðugleika þess sem skrifar. Gagnrýnin umræða er þörf en það er ástæðulaust að reyna að búa til grýlur þar sem engar eru. Hlutlæg blaðamennska sem byggir á staðreyndum og sanngirni gegnir mikilvægu samfélagshlutverki og það minnkar enginn blaðamaður við það að leiðrétta það sem rangt er sagt. Eftir stendur sú spurning; telja einstaka fjölmiðlamenn að við þeirra verk megi ekki gera athugasemdir?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar