Teitur: Hlakka til að koma aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 06:00 Teitur er aðstoðarþjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík. fréttablaðið/valli Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira