Eitt eilífðar smáblóm Sigríður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golden Globes Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar