Tenging við land og þjóð Vera Einarsdóttir skrifar 15. desember 2014 17:00 Jóhannes Óskar og Steingrímur Óli deila sömu ástríðu fyrir hauskúpum og hafa tvíeflst eftir að þeir tóku höndum saman. Steingrímur Óli Einarsson og Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson framleiða vegglist úr íslenskum sauðahauskúpum undir nafninu Skallagrímur Design – IcelandicLivestock Art. Hönnunin er óður til uppruna og náttúru Íslands. "Ég fór í rauninni af stað með þetta verkefni í febrúar á síðasta ári. Mig hafði lengi langað til að eignast stóran og fallegan hyrndan hrút til að hengja upp á vegg en gat ekki séð að nokkur væri að bjóða slíkt til sölu. Fólk var að kaupa innflutt dádýr eða gervihausa úr keramik en mér fannst vanta tenginguna við land og þjóð, að notuð væru þau dýr sem þrífast á Íslandi. Ég gerði eina kúpu fyrir mig og fann að aðrir voru mjög áhugasamir og ákvað því að færa út kvíarnar,“ segir Steingrímur Óli Einarsson. Aðspurður ræddi hann fyrst við bændur í leit að efnivið. „Ég komst hins vegar að því að ekki er hægt að fá kúpurnar afhentar beint frá býli. Við þurftum því að útvega leyfi hjá Matvælastofnun, héraðsdýralækni og hinum ýmsu eftirlitsaðilum, sem allir eiga þökk skilið.“Hér er dæmi um náttúrulega útfærslu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonSteingrímur og Óskar fá nú hausana afhenta hjá sláturhúsum. „Okkur finnst sérstaklega ánægjulegt að hugsa til þess að við erum að fullnýta íslenskar landbúnaðarafurðir og gera list úr því sem almennt er ekki nýtt.“ Hann segir að Skallagrímur Design byggi framtíðarsýn sína á ákveðinni fortíðarhyggju. „Allt frá því að mannskepnan byrjaði að ganga upprétt hefur hún nýtt sér bein og dýraafurðir til smíða á verkfærum og skrautmunum. Það má því segja að Skallagrimur Design sé eins konar óður til uppruna mannkyns sem og náttúru Íslands.“ Steingrímur segir framleiðsluna hafa verið mjög frumstæða í byrjun. „Ég vann þetta í stórum potti í flugskýli á Tungubökkum hjá föður mínum, Einari Páli Einarssyni, honum og sjálfum mér til mikils ama. Í sumar hitti ég svo Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, bónda og tónlistarmann frá Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann deildi sömu ástríðu og ég á þessum verkum og kom inn í þetta með mér af fullum krafti. Saman höfum við tvíeflst og þróað saman verklag og vinnuaðferðir sem skila að okkar mati einstaklega góðum árangri.“ Hér er dæmi um lakkaða kúpu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonÍ dag fer grófhreinsun og hvíttun hausanna fram á Hvammstanga. „Síðan erum við með listaaðstöðu í nýsköpunarmiðstöðinni Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem við fullvinnum hausana. Þeir eru ýmist náttúrulegir, lakkaðir eða klæddir hinum ýmsu efnum. Þá tökum við á móti öllum sérpöntunum með opnum hug, sækist fólk eftir útfærslum sem við eigum ekki á lager. Við höfum hingað til verið að vinna með sauði og hrúta. Til stendur að byrja með geitur og önnur dýr; jafnvel minka, refi, hrafna og seli.“ Steingrímur segir listaverkunum hafa verið afar vel tekið. „Hingað til höfum við aðallega selt kúpurnar innanlands en finnum auk þess fyrir miklum áhuga frá útlöndum og hafa nokkrar nú þegar farið til Noregs.“ Kúpurnar eru í dag fánlegar í nýju listagalleríi Hörpu Einarsdóttur, Baugar og bein að Strandgötu 32 í Hafnarfirði, Mink Viking Portrait að Laugavegi 11 og í verzlun Farmers & Friends að Hólmaslóð 2 úti á Granda. Verk Skallagrimur Design má sjá á heimasíðu þeirra www.skallagrimurdesign.is og á Facebook undir leitarheitinu Skallagrimur Design – Icelandic Livestock Art.nvera@365.isMYND/Anna Kristín Scheving Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Steingrímur Óli Einarsson og Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson framleiða vegglist úr íslenskum sauðahauskúpum undir nafninu Skallagrímur Design – IcelandicLivestock Art. Hönnunin er óður til uppruna og náttúru Íslands. "Ég fór í rauninni af stað með þetta verkefni í febrúar á síðasta ári. Mig hafði lengi langað til að eignast stóran og fallegan hyrndan hrút til að hengja upp á vegg en gat ekki séð að nokkur væri að bjóða slíkt til sölu. Fólk var að kaupa innflutt dádýr eða gervihausa úr keramik en mér fannst vanta tenginguna við land og þjóð, að notuð væru þau dýr sem þrífast á Íslandi. Ég gerði eina kúpu fyrir mig og fann að aðrir voru mjög áhugasamir og ákvað því að færa út kvíarnar,“ segir Steingrímur Óli Einarsson. Aðspurður ræddi hann fyrst við bændur í leit að efnivið. „Ég komst hins vegar að því að ekki er hægt að fá kúpurnar afhentar beint frá býli. Við þurftum því að útvega leyfi hjá Matvælastofnun, héraðsdýralækni og hinum ýmsu eftirlitsaðilum, sem allir eiga þökk skilið.“Hér er dæmi um náttúrulega útfærslu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonSteingrímur og Óskar fá nú hausana afhenta hjá sláturhúsum. „Okkur finnst sérstaklega ánægjulegt að hugsa til þess að við erum að fullnýta íslenskar landbúnaðarafurðir og gera list úr því sem almennt er ekki nýtt.“ Hann segir að Skallagrímur Design byggi framtíðarsýn sína á ákveðinni fortíðarhyggju. „Allt frá því að mannskepnan byrjaði að ganga upprétt hefur hún nýtt sér bein og dýraafurðir til smíða á verkfærum og skrautmunum. Það má því segja að Skallagrimur Design sé eins konar óður til uppruna mannkyns sem og náttúru Íslands.“ Steingrímur segir framleiðsluna hafa verið mjög frumstæða í byrjun. „Ég vann þetta í stórum potti í flugskýli á Tungubökkum hjá föður mínum, Einari Páli Einarssyni, honum og sjálfum mér til mikils ama. Í sumar hitti ég svo Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, bónda og tónlistarmann frá Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann deildi sömu ástríðu og ég á þessum verkum og kom inn í þetta með mér af fullum krafti. Saman höfum við tvíeflst og þróað saman verklag og vinnuaðferðir sem skila að okkar mati einstaklega góðum árangri.“ Hér er dæmi um lakkaða kúpu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonÍ dag fer grófhreinsun og hvíttun hausanna fram á Hvammstanga. „Síðan erum við með listaaðstöðu í nýsköpunarmiðstöðinni Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem við fullvinnum hausana. Þeir eru ýmist náttúrulegir, lakkaðir eða klæddir hinum ýmsu efnum. Þá tökum við á móti öllum sérpöntunum með opnum hug, sækist fólk eftir útfærslum sem við eigum ekki á lager. Við höfum hingað til verið að vinna með sauði og hrúta. Til stendur að byrja með geitur og önnur dýr; jafnvel minka, refi, hrafna og seli.“ Steingrímur segir listaverkunum hafa verið afar vel tekið. „Hingað til höfum við aðallega selt kúpurnar innanlands en finnum auk þess fyrir miklum áhuga frá útlöndum og hafa nokkrar nú þegar farið til Noregs.“ Kúpurnar eru í dag fánlegar í nýju listagalleríi Hörpu Einarsdóttur, Baugar og bein að Strandgötu 32 í Hafnarfirði, Mink Viking Portrait að Laugavegi 11 og í verzlun Farmers & Friends að Hólmaslóð 2 úti á Granda. Verk Skallagrimur Design má sjá á heimasíðu þeirra www.skallagrimurdesign.is og á Facebook undir leitarheitinu Skallagrimur Design – Icelandic Livestock Art.nvera@365.isMYND/Anna Kristín Scheving
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira