Grafalvarlegt ástand – klínískt eða pólitískt Felix Valsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson Skoðun „Spilaborgin hrynur einn daginn“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halló! Er einhver til í að hlusta? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Risið er flott en kjallarinn molnar Davíð Bergmann Skoðun Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ Ögmundur Jónasson Skoðun Að vinna með fræðafólki úr landránsnýlenduríki Ingólfur Gíslason Skoðun Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Skoðun Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó skrifar Skoðun Að vinna með fræðafólki úr landránsnýlenduríki Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Hvalir, lög og líf: Ísland á siðferðilegum krossgötum Anahita Babaei,Elissa Phillips skrifar Skoðun Halló! Er einhver til í að hlusta? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun „Spilaborgin hrynur einn daginn“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Risið er flott en kjallarinn molnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Gögn sem ekki er hægt að TReysta Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun „Hvers virði er ég?“ – Áskorun til barna- og unglingabókahöfunda Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar Skoðun Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar Skoðun Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnlaus heimur Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar Skoðun Skattaafsláttur af börnum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til stjórnmálamanna Kæri stjórnmálamaður Mig langar að biðja þig um hjálp og kannski fyrst af öllu áheyrn, því ég er gríðarlega áhyggjufullur og trúi varla að þú gerir þér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið á vinnustaðnum mínum er orðið og í hvað stefnir. Ég gríp því til þess ráðs að skrifa þér beint. Í nokkur ár höfum við sem vinnum á „gólfinu“ á Landspítalanum valið þá leið að ræða við okkar yfirmenn um hversu alvarlegt ástandið er orðið í von um að það skili sér til yfirstjórnar spítalans og síðan til þín. Þetta er ekki að virka, því hversu hátt sem kallað hefur verið hefur ástandið farið hratt versnandi. Þegar rætt hefur verið um í hvað stefni á Landspítalanum hefur mönnum orðið tíðrætt um myndlíkinguna að spítalinn nálgist hengiflug. Við sem áður vorum nefnd og vinnum á gólfinu höfum ekki verið í neinum vafa um að spítalinn fór fyrir löngu fram af þessu hengiflugi en svo myndlíkingunni sé haldið áfram þá blasir núna við næsta hrun niður í svarta hyldýpisgjá, sem gæti reynst ómögulegt að komast upp úr. Þetta er hrikaleg lýsing, en því miður rétt að mínu mati og til að grípa til annarrar myndlíkingar þá sjá læknar fyrir sér heilbrigðiskerfi sem er að blæða út og ekkert er aðhafst. Svo vitnað sé í mjög umfjallað mál í fjölmiðlum þegar maður var í lífshættu vegna hnífstungu í hjartað. Þar hefði ekki dugað að setjast á rökstóla og setja plástur á sárin meðan ákveðið væri hvað ætti að gera. Nei, þá og nú þarf að bregðast skjótt við. Að líkja spítalanum við sjúkling sem hefur fengið hnífstungu í hjartað er dramatískt en alls ekki eins langt frá lagi og í fyrstu mætti halda. Ein af mörgum yfirvofandi hættum sem styðja þessa samlíkingu er sú staðreynd að fjöldi, jafnvel mikill meirihluti, svæfinga- og gjörgæslulækna hyggst segja upp stöðum sínum við spítalann ef ekki verður samið við lækna fyrir áramót. Hvað um það, gætir þú hugsað, þetta eru varla meira en 15-25 læknar. En til að taka af allan vafa um afleiðingarnar þá yrðu þær eitthvað á þessa leið: Nánast engar skurðaðgerðir verða framkvæmdar, fæðandi konur fá ekki deyfingar, keisaraskurðir verða ekki framkvæmdir, gjörgæslumeðferð verður nánast engin. Í stórum dráttum, mesti hluti bráðaþjónustu leggst af og venjuleg starfsemi spítalans eins og við þekkjum hana lamast endanlega. Þetta er þjónusta sem núna er veitt þrátt fyrir verkfall svo það sé á hreinu. Og þó að þú vildir bjarga þessum bráðveiku sjúklingum til útlanda yrði það líka erfitt þar sem þessir sérfræðingar sjá að mestu um þann flutning. Af þessari lýsingu mætti halda að íslenskir læknar og þá sérstaklega svæfinga- og gjörgæslulæknar væru gjörsneyddir allri ábyrgðartilfinningu. Nei, því er einmitt alveg öfugt farið, við teljum okkur ekki siðferðilega né faglega fært að horfa upp á að þessu fársjúka kerfi blæði út án aðgerða.Fossblæðing Þessi svokallaða læknadeila snýst að mínu mati alls ekki um prósentutölur eða samanburð við aðrar stéttir heldur um hvort einhver vilji er til að stöðva þessa fossblæðingu og að byrjað sé að lækna heilbrigðiskerfið okkar á ný. Aðgerðir lækna snúast um það hvort læknar haldist á Íslandi og að tryggja að læknar flytjist heim til Íslands að loknu námi til að viðhalda eðlilegri nýliðun og heilbrigðu heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki flóknara. Titillinn á þessu bréfi er: Grafalvarlegt mál – klínískt eða pólitískt. Það er vegna þess að mér finnst við, þ.e.a.s. þú og ég, hafa mismunandi skilning á þessu hugtaki. Þú, að þetta sé fínt innlegg þegar þú vilt sýna okkur umbjóðendum þínum (kjósendum) hversu áhyggjufullur þú ert þótt þú sért þá þegar ákveðinn í að bíða af þér storminn. Í minni starfsstétt þýðir grafalvarlegt ástand að sjúklingurinn minn er í bráðri lífshættu og það verði að bregðast við strax (bara til að hafa orðið strax líka á hreinu, virðist vefjast fyrir sumum ykkar, þá þýðir það hjá okkur nú þegar!). Að vísu getur ástandið verið orðið það alvarlegt að við náum ekki að bjarga sjúklingnum en þá förum við strax til aðstandenda og tjáum þeim með algjörlega sönnum og eins nærgætnum hætti og mögulegt er um yfirvofandi dauða sjúklingsins og reynum að styðja þá og hugga. Í hreinskilni, kæri stjórnmálamaður, þá finnst mér þú hafa tvo möguleika í stöðunni. Í fyrsta lagi að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að samið verði við lækna á þeim grunni að læknar fáist til að starfa á Íslandi. Í öðru lagi verður þú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að tilkynna aðstandendum (þjóðinni) yfirvofandi andlát (hrun) heilbrigðiskerfisins. Með innilegu þakklæti fyrir áheyrnina og von um hjálp við fyrri kostinn.
Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalir, lög og líf: Ísland á siðferðilegum krossgötum Anahita Babaei,Elissa Phillips skrifar
Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar
Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun