Aukinn vaxtamunur eykur tekjur bankanna um milljarð Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2014 12:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í Seðlabankanum á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Ernir Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskiptabankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðastliðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ fréttabréfinu er sagt að vænta megi breytinga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi gengið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitanlega athygli að innláns- og útlánsvextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 prósentustig. Hið sama er uppi á teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingunum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveðið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskiptabankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðastliðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ fréttabréfinu er sagt að vænta megi breytinga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi gengið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitanlega athygli að innláns- og útlánsvextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 prósentustig. Hið sama er uppi á teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingunum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveðið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira