Boðskapur aðventunnar Hjalti Hugason og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar 11. desember 2014 00:00 Aðventan er tvíbent. Sumum er hún tími eftirvæntingar og gleði. Öðrum er hún tími depurðar og kvíða. Þetta þekkja þau sem misst hafa ástvini og einnig þau sem finnst þau ekki standa undir væntingum vegna komandi hátíðar. Á aðventunni kemur einnig ójöfnuðurinn í samfélaginu hvað átakanlegast fram.Samstaða Aðventan er líka tvíbent í öðrum skilningi enda ber hún tvö heiti: aðventa og jólafasta. Íslenska samfélagið er eitt harðasta neyslusamfélag heims og það kemur ekki síst fram á aðventunni. Gnægtaborðin svigna. Gildir þá einu hvort veislan er fólgin í mat og drykk, tónlist, bókmenntum eða öðru sem mögulegt er að pakka í söluvænlegar umbúðir og markaðsfæra. Í samfélagi okkar hefur hitt heiti árstímans og sú vídd sem það kallar fram gleymst. Jólafastan er tími sjálfskönnunar og íhugunar. Þá ættum við að hverfa inn á við og gaumgæfa raunverulegt gildismat okkar. Sá boðskapur sem við teljum mikilvægt að heyrist á þessari aðventu rúmast í orðinu samstaða. Á jólaföstunni erum við kölluð til samstöðu. Það er mikilvægt hér og nú en einnig í annan tíma að við gerum okkur ljóst að framtíð manns og heims er undir því komin að okkur takist að standa saman andspænis þeirri vá sem nú um stundir birtist einkum í hlýnun jarðar.Lífsstíll ekki einkamál Sá tími er liðinn að við sem byggjum hinn iðnvædda heim getum litið á lífsstíl okkar sem einkamál. Nýting okkar á orkugjöfum og öðrum auðlindum jarðar er með þeim hætti að áhrifin eru hnattræn. Þannig grípum við meðvitað og ómeðvitað inn í líf og tilveru fjölda fólks sem við komum aldrei til með að mæta augliti til auglitis. Allsnægtir okkar byggjast á skorti þeirra. Á aðventunni ættum við því sérstaklega að hugleiða hvernig við getum sýnt samstöðu með systkinum okkar um víða veröld sem líða skort, hvernig við getum unnið gegn misskiptingu og ójöfnuði og þar með dregið úr hnattrænum afleiðingum lífsstíls okkar. Á jólaföstunni ber okkur einnig að hugleiða ábyrgð okkar gagnvart uppvaxandi og óbornum kynslóðum. Líkt og hyggnir bændur ættum við sem nú lifum að kosta kapps um að skila Íslandi og heiminum öllum að minnsta kosti í sama ástandi og við tókum við honum og helst betra. Öll viðleitni okkar ætti að miða að því að byggja réttlátari og lífvænlegri heim fyrir börn okkar og barnabörn. Á jólaföstunni skyldum við þó ekki aðeins huga að því hvernig við sýnum mannkyni í nútíð og framtíð samstöðu. Við ættum líka að hugleiða samstöðu okkar með gróðri jarðar, dýrum merkurinnar, fuglum himins, fiskum sjávar og öllu því lífi sem móðir jörð fóstrar og nærir í faðmi sínum.Endurmat Of lengi höfum við menn sett okkur yfir náttúruna og umgengist hana eins og tæki sem fullnægja skal löngunum okkar og lystisemdum. Á þessari aðventu er löngu tímabært að við hugleiðum stöðu okkar í þessu samhengi, gerum okkur ljóst að við erum hlekkir í lífkeðju, tegund á meðal tegunda í flóknu samspili náttúrunnar. Ekkert líf þróast eitt og óstutt heldur þarf það samfélag til að þróast og þroskast. Vistkerfi náttúrunnar eru samfélög þar sem allar lífverur hafa sínu hlutverki að gegna í flókinni samhangandi keðju. Um langt skeið höfum við verið ágengasta lífvera jarðar og markað dýpri spor í umhverfi okkar en gott er þar sem lífsstíll okkar vinnur gegn þeim líffræðilega fjölbreytileika sem nauðsynlegt er að ríki á jörðinni. Jafnframt höfum við sérstöðu í jákvæðri merkingu. Hún felst í að eftir því sem við vitum best erum við eina tegundin á jörðinni sem getur séð fyrir afleiðingar gerða okkar, notað skynsemi okkar til að áætla áhrif þeirra á okkur og umhverfi okkar. Sérhvern dag en sérstaklega á jólaföstunni erum við kölluð til sjálfsprófunar og endurmats. Á máli trúarinnar kallast slíkt iðrun. Iðrun er ekki eitthvað sem beinist einvörðungu að hinu innra með manninum, sálarlífi hans og sálarheill, heldur einnig hinu ytra, samfélaginu, heiminum og þar með samfélaginu við aðrar lífverur. Samband okkar manna og annarra lífvera þarf að breytast í þá veru að við sýnum öðrum lífverum meiri umhyggju og kærleika vegna þess að þær eru hlekkir í sömu lífkeðju og við. Maðurinn á ekki að ráða yfir öðrum lífverum heldur vera í samhljómi og samvinnu við þær. Samfélag er undirstaða lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Aðventan er tvíbent. Sumum er hún tími eftirvæntingar og gleði. Öðrum er hún tími depurðar og kvíða. Þetta þekkja þau sem misst hafa ástvini og einnig þau sem finnst þau ekki standa undir væntingum vegna komandi hátíðar. Á aðventunni kemur einnig ójöfnuðurinn í samfélaginu hvað átakanlegast fram.Samstaða Aðventan er líka tvíbent í öðrum skilningi enda ber hún tvö heiti: aðventa og jólafasta. Íslenska samfélagið er eitt harðasta neyslusamfélag heims og það kemur ekki síst fram á aðventunni. Gnægtaborðin svigna. Gildir þá einu hvort veislan er fólgin í mat og drykk, tónlist, bókmenntum eða öðru sem mögulegt er að pakka í söluvænlegar umbúðir og markaðsfæra. Í samfélagi okkar hefur hitt heiti árstímans og sú vídd sem það kallar fram gleymst. Jólafastan er tími sjálfskönnunar og íhugunar. Þá ættum við að hverfa inn á við og gaumgæfa raunverulegt gildismat okkar. Sá boðskapur sem við teljum mikilvægt að heyrist á þessari aðventu rúmast í orðinu samstaða. Á jólaföstunni erum við kölluð til samstöðu. Það er mikilvægt hér og nú en einnig í annan tíma að við gerum okkur ljóst að framtíð manns og heims er undir því komin að okkur takist að standa saman andspænis þeirri vá sem nú um stundir birtist einkum í hlýnun jarðar.Lífsstíll ekki einkamál Sá tími er liðinn að við sem byggjum hinn iðnvædda heim getum litið á lífsstíl okkar sem einkamál. Nýting okkar á orkugjöfum og öðrum auðlindum jarðar er með þeim hætti að áhrifin eru hnattræn. Þannig grípum við meðvitað og ómeðvitað inn í líf og tilveru fjölda fólks sem við komum aldrei til með að mæta augliti til auglitis. Allsnægtir okkar byggjast á skorti þeirra. Á aðventunni ættum við því sérstaklega að hugleiða hvernig við getum sýnt samstöðu með systkinum okkar um víða veröld sem líða skort, hvernig við getum unnið gegn misskiptingu og ójöfnuði og þar með dregið úr hnattrænum afleiðingum lífsstíls okkar. Á jólaföstunni ber okkur einnig að hugleiða ábyrgð okkar gagnvart uppvaxandi og óbornum kynslóðum. Líkt og hyggnir bændur ættum við sem nú lifum að kosta kapps um að skila Íslandi og heiminum öllum að minnsta kosti í sama ástandi og við tókum við honum og helst betra. Öll viðleitni okkar ætti að miða að því að byggja réttlátari og lífvænlegri heim fyrir börn okkar og barnabörn. Á jólaföstunni skyldum við þó ekki aðeins huga að því hvernig við sýnum mannkyni í nútíð og framtíð samstöðu. Við ættum líka að hugleiða samstöðu okkar með gróðri jarðar, dýrum merkurinnar, fuglum himins, fiskum sjávar og öllu því lífi sem móðir jörð fóstrar og nærir í faðmi sínum.Endurmat Of lengi höfum við menn sett okkur yfir náttúruna og umgengist hana eins og tæki sem fullnægja skal löngunum okkar og lystisemdum. Á þessari aðventu er löngu tímabært að við hugleiðum stöðu okkar í þessu samhengi, gerum okkur ljóst að við erum hlekkir í lífkeðju, tegund á meðal tegunda í flóknu samspili náttúrunnar. Ekkert líf þróast eitt og óstutt heldur þarf það samfélag til að þróast og þroskast. Vistkerfi náttúrunnar eru samfélög þar sem allar lífverur hafa sínu hlutverki að gegna í flókinni samhangandi keðju. Um langt skeið höfum við verið ágengasta lífvera jarðar og markað dýpri spor í umhverfi okkar en gott er þar sem lífsstíll okkar vinnur gegn þeim líffræðilega fjölbreytileika sem nauðsynlegt er að ríki á jörðinni. Jafnframt höfum við sérstöðu í jákvæðri merkingu. Hún felst í að eftir því sem við vitum best erum við eina tegundin á jörðinni sem getur séð fyrir afleiðingar gerða okkar, notað skynsemi okkar til að áætla áhrif þeirra á okkur og umhverfi okkar. Sérhvern dag en sérstaklega á jólaföstunni erum við kölluð til sjálfsprófunar og endurmats. Á máli trúarinnar kallast slíkt iðrun. Iðrun er ekki eitthvað sem beinist einvörðungu að hinu innra með manninum, sálarlífi hans og sálarheill, heldur einnig hinu ytra, samfélaginu, heiminum og þar með samfélaginu við aðrar lífverur. Samband okkar manna og annarra lífvera þarf að breytast í þá veru að við sýnum öðrum lífverum meiri umhyggju og kærleika vegna þess að þær eru hlekkir í sömu lífkeðju og við. Maðurinn á ekki að ráða yfir öðrum lífverum heldur vera í samhljómi og samvinnu við þær. Samfélag er undirstaða lífsins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun