Viðskipti innlent

Veitt úr Frumkvöðlasjóði í annað sinn í ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hópmynd styrkþega ásamt Birnu Einarsdóttur bankastjóra og stjórnarmönnum Frumkvöðlasjóðsins, Má Mássyni, Rúnari Jónssyni og Hirti Steindórssyni.
Hópmynd styrkþega ásamt Birnu Einarsdóttur bankastjóra og stjórnarmönnum Frumkvöðlasjóðsins, Má Mássyni, Rúnari Jónssyni og Hirti Steindórssyni. Mynd/Íslandsbanki
Tíu milljónum var í gær veitt úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka til að styrkja sex fyrirtæki. Þetta er í annað sinn á árinu sem veitt er úr sjóðnum.

Í tilkynningu bankans kemur fram að sterk staða hans geri honum kleift að úthluta allt að 20 milljónum á ári hverju.

„Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða,“ segir þar. 33 umsóknir bárust.

Fyrirtækin sem fengu styrk eru Kerecis, sem framleiðir og markaðssetur affrumað fiskiroð úr íslenskum þorski; Báran Hönnunarteymi og Ásgeir Matthíasson, vegna orkuskiptaverkefnis um borð í frystitogurum; Fyrirtækið Biokraft sem stundar vindrannsóknir; Gerosion sem þróar fóðringu í jarðhitaborholur; The Hannibal project sem kannar hagvæmni þess að nýta sorp til framleiðslu eldsneytis; Og Akvaplan niva AS, sem kannar vænleika þess að nýta litarefni úr sæbjúgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×