Eru ábyrgðarskilmálar í bílasamningum Lýsingar ólögmætir? 10. desember 2014 12:00 Eftir bankahrun hefur í auknum mæli reynt á gildi sjálfskuldarábyrgða einstaklinga. Skemmst er frá því að segja að komið hefur í ljós að við tiltekin skilyrði hafa sjálfskuldarábyrgðir verið felldar úr gildi sem ólögmætar. Í flestum tilvikum hefur ógilding ábyrgðanna grundvallast á samkomulagi um notkun ábyrgða sem var fyrst undirritað árið 1998 og endurnýjað árið 2001. Með samkomulaginu voru settar ákveðnar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum sem hlutaðeigandi lánveitendur skuldbundu sig til að fylgja þegar ábyrgðarmenn voru fengnir að borði. Ein af þessum reglum er skyldan til að greiðslumeta lántaka og kynna ábyrgðarmanninum það greiðslumat áður en hann undirgengst ábyrgðina. Þá er undantekning á þessari reglu, en í þeim tilvikum þar sem gengist hefur verið í ábyrgð fyrir 1.000.000 kr., eða lægri fjárhæð, og ábyrgðarmaður hefur óskað „sérstaklega“ eftir því með skriflegum hætti að greiðslumat verði ekki framkvæmt er lánveitanda óskylt að meta greiðslugetu lántaka. Lýsing hefur verið aðili að samkomulagi um notkun ábyrgða frá 1998 og eiga meginreglur samkomulagsins því við um lánveitingar og lánaskjöl Lýsingar. Í bílasamningum Lýsingar, sem telja nokkur þúsund, er hluti af stöðluðum skilmálum samningsins að ábyrgð takmarkist við 1.000.000 kr. og að ábyrgðarmaður óski ekki eftir greiðslumati. Með þessari framsetningu telur Lýsing sig komast hjá því að greiðslumeta lántaka. Þeir samningar sem undirritaður hefur skoðað gera hins vegar ekki ráð fyrir að ábyrgðarmaður óski „sérstaklega“ að greiðslumat skuli ekki framkvæmt. Með lögum nr. 14/1995 var innleidd tilskipun Evrópuráðsins um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Í frumvarpi laganna má finna umfjöllun um sérstakt samþykki: „Ekki telst hafa verið samið sérstaklega um samningsskilmála ef hann hefur verið saminn fyrir fram og neytandi því ekki haft tækifæri til að hafa áhrif á efni skilmálans“. Ágalli Út frá þessu er það mat höfundar að ábyrgðarskilmálar í bílasamningum Lýsingar stangist að þessu leyti á við samkomulagið um notkun ábyrgða. Lýsing hefur út frá samkomulaginu verið bundin af því að semja um hverju sinni hvort greiðslumat yrði framkvæmt, eða í það minnsta fá sérstaka staðfestingu um ósk ábyrgðarmanns að greiðslumat verði ekki framkvæmt. Þessi ágalli getur leitt til þess að ábyrgð verði vikið til hliðar en dómstólar þurfa að byggja slíkar ákvarðanir á heildarmati hverju sinni. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu myndi það hafa víðtæka þýðingu fyrir fjölmennan hóp ábyrgðarmanna á bílasamningum Lýsingar, sem skipta þúsundum. Eftir bestu vitund höfundar hefur ekki reynt á þessa málsástæðu fyrir dómi en höfundur hefur þó rekið mál gegn Lýsingu fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki þar sem þessar málsástæður voru tíundaðar en ekki reyndi á þær þar sem Lýsing tók ákvörðun um að fella umrædda ábyrgð niður áður en málið fékk efnislega meðferð hjá nefndinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Eftir bankahrun hefur í auknum mæli reynt á gildi sjálfskuldarábyrgða einstaklinga. Skemmst er frá því að segja að komið hefur í ljós að við tiltekin skilyrði hafa sjálfskuldarábyrgðir verið felldar úr gildi sem ólögmætar. Í flestum tilvikum hefur ógilding ábyrgðanna grundvallast á samkomulagi um notkun ábyrgða sem var fyrst undirritað árið 1998 og endurnýjað árið 2001. Með samkomulaginu voru settar ákveðnar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum sem hlutaðeigandi lánveitendur skuldbundu sig til að fylgja þegar ábyrgðarmenn voru fengnir að borði. Ein af þessum reglum er skyldan til að greiðslumeta lántaka og kynna ábyrgðarmanninum það greiðslumat áður en hann undirgengst ábyrgðina. Þá er undantekning á þessari reglu, en í þeim tilvikum þar sem gengist hefur verið í ábyrgð fyrir 1.000.000 kr., eða lægri fjárhæð, og ábyrgðarmaður hefur óskað „sérstaklega“ eftir því með skriflegum hætti að greiðslumat verði ekki framkvæmt er lánveitanda óskylt að meta greiðslugetu lántaka. Lýsing hefur verið aðili að samkomulagi um notkun ábyrgða frá 1998 og eiga meginreglur samkomulagsins því við um lánveitingar og lánaskjöl Lýsingar. Í bílasamningum Lýsingar, sem telja nokkur þúsund, er hluti af stöðluðum skilmálum samningsins að ábyrgð takmarkist við 1.000.000 kr. og að ábyrgðarmaður óski ekki eftir greiðslumati. Með þessari framsetningu telur Lýsing sig komast hjá því að greiðslumeta lántaka. Þeir samningar sem undirritaður hefur skoðað gera hins vegar ekki ráð fyrir að ábyrgðarmaður óski „sérstaklega“ að greiðslumat skuli ekki framkvæmt. Með lögum nr. 14/1995 var innleidd tilskipun Evrópuráðsins um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Í frumvarpi laganna má finna umfjöllun um sérstakt samþykki: „Ekki telst hafa verið samið sérstaklega um samningsskilmála ef hann hefur verið saminn fyrir fram og neytandi því ekki haft tækifæri til að hafa áhrif á efni skilmálans“. Ágalli Út frá þessu er það mat höfundar að ábyrgðarskilmálar í bílasamningum Lýsingar stangist að þessu leyti á við samkomulagið um notkun ábyrgða. Lýsing hefur út frá samkomulaginu verið bundin af því að semja um hverju sinni hvort greiðslumat yrði framkvæmt, eða í það minnsta fá sérstaka staðfestingu um ósk ábyrgðarmanns að greiðslumat verði ekki framkvæmt. Þessi ágalli getur leitt til þess að ábyrgð verði vikið til hliðar en dómstólar þurfa að byggja slíkar ákvarðanir á heildarmati hverju sinni. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu myndi það hafa víðtæka þýðingu fyrir fjölmennan hóp ábyrgðarmanna á bílasamningum Lýsingar, sem skipta þúsundum. Eftir bestu vitund höfundar hefur ekki reynt á þessa málsástæðu fyrir dómi en höfundur hefur þó rekið mál gegn Lýsingu fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki þar sem þessar málsástæður voru tíundaðar en ekki reyndi á þær þar sem Lýsing tók ákvörðun um að fella umrædda ábyrgð niður áður en málið fékk efnislega meðferð hjá nefndinni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun