Innleiðum Istanbúlsamninginn Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann. Ísland hefur enn ekki lokið því verki en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ýmist búnar að því eða rétt að ljúka innleiðingu. Fleiri ríki munu bætast í hópinn á næstunni. Istanbúlsamningurinn er viðamikill samningur sem beinist að því að fyrirbyggja og kveða niður hin ýmsu og ótrúlega útbreiddu form ofbeldis gegn konum. Orðið kona nær samkvæmt samningnum einnig yfir „stúlkur undir 18 ára aldri“ þannig að samningurinn verndar þær sem og fullorðnar konur. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, fyrirbyggja ofbeldi og bjóða ofbeldismönnum upp á meðferð. Samningurinn nær yfir nánast allar tegundir ofbeldis, líkamlegt og andlegt, kynferðislega áreitni og umsáturselti (e. stalking) að ekki sé minnst á kynferðisofbeldi þar með taldar nauðganir. Síðan er tekið á sérstökum brotum eins og nauðungarhjónaböndum, limlestingum á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingum. Grundvallaratriði samningsins er að stjórnvöld móti heildstæða stefnu sem nái til allra þeirra þátta sem samningurinn kveður á um.Engin heildstæð aðgerðaáætlun Hér á landi er ekki í gildi nein heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, eingöngu áætlun sem snýr að kynferðisofbeldi gegn börnum. Sú fyrsta og eina sem hér hefur verið samþykkt rann út í árslok 2011. Ýmsar aðgerðir eru þó í gangi eins og t.d. Suðurnesjaverkefnið og samstarfsteymi um heimilisofbeldi en að mínum dómi er þetta ástand óviðunandi. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar með þriðju og fjórðu áætlunina enda hafa þær gefið góða raun. Verkefnin hrópa á okkur og umræðu er þörf. Er það t.d. eðlilegt að það séu félagasamtök sem bera hitann og þungann af ráðgjöf og aðstoð við brotaþola? Sitja konur og börn á landinu öllu við sama borð? Kynbundið ofbeldi er ekki síst lýðheilsumál sem er samfélaginu mjög dýrt og kostar einstaklinga og fjölskyldur, ekki síst börn, miklar þjáningar. Á þeim verður að taka. Istanbúlsamningurinn mun vonandi koma skikki á meðferð mála, treysta forvarnir og tryggja þjónustu við brotaþola. Því er brýnt að innleiða hann sem allra fyrst. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að spýta í lófana og ljúka nauðsynlegum aðgerðum þannig að hægt verði að fullgilda Istanbúlsamninginn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar