Völundarhús O. Lilja Birgisdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.)
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun