Af bókmenntaumræðu Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar