Viðskipti innlent

Sjö milljónir upp í kröfurnar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Tæplega 7,2 milljónir króna, eða 2,2 prósent, fengust í almennar kröfur upp á tæplega 317,5 milljónir króna í þrotabú AM Equity.

Félagið, sem var eignarhaldsfélag Árna Magnússonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Framsóknarflokksins, var tekið til gjaldþrotaskipta 20. febrúar síðastliðinn, en samkvæmt Lögbirtingablaðinu í gær lauk skiptum 28. nóvember.

Árni Magnússon
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna kemur fram að stærstu lán Árna hafi verið í Glitni banka, en Árni var ráðinn sem forstöðumaður til bankans árið 2006.

Fram að þeim tíma, frá árinu 2003, hafði hann verið þingmaður Framsóknarflokks og gegnt embætti félagsmálaráðherra.

„Lánafyrirgreiðslurnar voru annars vegar til Árna sjálfs og hins vegar til félags í hans eigu, AM Equity ehf., en það félag fékk 100 milljóna króna lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum,“ segir í skýrslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×