Viðskipti innlent

Venus NS sjósett í Tyrklandi

Svavar Hávarðsson skrifar
Venus Nýju skipin eru glæsileg og til vitnis um uppbygginguna í greininni.
Venus Nýju skipin eru glæsileg og til vitnis um uppbygginguna í greininni. mynd/hbgrandi
Venus NS, annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi er með í smíðum í Tyrklandi, var sjósett á dögunum. Skipið verður afhent í apríl, standist áætlanir.

Skipin eru smíðuð í Celiktrans Deniz Insaat Ltd skipasmíðastöðinni í Istanbúl, og hefur vinnu miðað ágætlega upp á síðkastið en smíði Venusar er þó enn á eftir áætlun.

HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Þau eru 80 metrar á lengd og 17 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðalvél. Afhending seinna skipsins, Víkings AK 100, er áætluð í október.

Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhendingar á árinu 2017. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×