Skipulagsvald sveitarfélaga og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni Sveinn Hallgrímsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun