Skipulagsvald sveitarfélaga og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni Sveinn Hallgrímsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar