Skipulagsvald sveitarfélaga og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni Sveinn Hallgrímsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulagsvaldið yfir flugvallarsvæðinu til Alþingis. Mér sýnist þetta vera skynsamleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár.Teigsskógsmálið Málið snertir lífæð Vestfjarða, vegasamband til vesturs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur innan sveitarfélagsins, t.d. akstur skólabarna. Hér er um að ræða grunnþjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um sk. Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordóma vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hefur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vestfjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu til stofnunar í Reykjavík? Og hvers vegna?Grímsstaðir á Fjöllum Frægt var þegar kínverski athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmiss konar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núbó var meinað að kaupa Grímsstaði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann hafði ekki heimilisfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sameinuðust um að gera eigendum Grímsstaða tilboð í jörðina. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja athafnamanninum Núbó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisráherrann fyrrverandi liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á Norður- og Austurlandi var frumkvæði sveitarfélaganna stöðvað! Vinna við verkefnið kostaði sveitarfélögin fyrirhöfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipulagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efasemdir um ágæti þess. Þeir hafi að lokum samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulagsvaldið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykjavíkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar