Hvers virði er sérfræðiþekking? Sædís Ósk Harðardóttir og Anna-Lind Pétursdóttir og Aldís Ebba Eðvaldsdóttir skrifa 4. desember 2014 00:00 Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar