Hvers virði er sérfræðiþekking? Sædís Ósk Harðardóttir og Anna-Lind Pétursdóttir og Aldís Ebba Eðvaldsdóttir skrifa 4. desember 2014 00:00 Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar