Hvers virði er sérfræðiþekking? Sædís Ósk Harðardóttir og Anna-Lind Pétursdóttir og Aldís Ebba Eðvaldsdóttir skrifa 4. desember 2014 00:00 Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilegu stöðu að hafa sérhæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sérkennslufræðum til viðbótar við B.Ed.-nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sérkennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráðgjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sérþarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkennarar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eru fyrir alla eða án aðgreiningar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun frá árinu 2006. Kveðið er á um það í lögum um leik- og grunnskóla að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum skólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis og eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálfun sem fara skal fram undir handleiðslu sérfræðinga. Í öllum almennum skólum eru nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir. Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur.Sýni faglegan metnað Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unnin sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir og að þessir nemendur fái sérstakan stuðning í samræmi við þær. Sá stuðningur skal veittur af sérkennurum eða öðrum sérmenntuðum fagaðilum. Þar er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til kennara. Mikilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmenntaðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræðum sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rannsókn Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kennarar og foreldrar barna með sérþarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sérkennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum aðferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara einstaklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án aðgreiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreytileika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lögverndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag íslenskra sérkennara skólastjórnendur hvort sem er í leik- eða grunnskólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skólans í verki.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar