Launadeila lækna – samningstilboðin tala sínu máli Svanur Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun