Fyrirtæki og vegvísar að sjálfbærni á 21. öldinni Lára Jóhannsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar