Fyrirtæki og vegvísar að sjálfbærni á 21. öldinni Lára Jóhannsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hugtakið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrirtæki.Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Væntingarnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðarljósi þegar skipað er í stjórnir fyrirtækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af markmiðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkurinn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrirtækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrirtæki eru hvött til að virkja eru fjárfestar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefnur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og samfélagslega þætti rekstrarins.Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvægasti – fjallar um frammistöðu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrirtæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Loftslagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannréttindi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaeldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar