Viðskipti innlent

Erlend staða þjóðarbúsins batnað milli ársfjórðunga

Bjarki Ármannsson skrifar
Undirliggjandi erlend staða hefur batnað milli ársfjórðunga.
Undirliggjandi erlend staða hefur batnað milli ársfjórðunga. Vísir/Stefán
Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok þriðja ársfjórðungs 2014 er metin neikvæð um 885 milljarða króna eða 46 prósent af vergri landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabanka Íslands. Undirliggjandi staðan hefur batnað um 31 milljarð frá því í lok síðasta ársfjórðungs, en þá var hún talin neikvæð um 916 milljarða.

Þessi bati nemur um 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×