Barnaréttur – umgengni – dagsektir Leifur Runólfsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ein af meginreglum barnaréttar er að hafa skal það að leiðarljósi sem er barninu er fyrir bestu en menn geta vissulega deilt um það hverju sinni. Hér verður fjallað í stuttu máli um rétt barns til umgengni við það foreldri sem það býr ekki hjá og beitingu dagsekta vegna tálmana. Með tálmun er almennt vísað til atferlis foreldris sem er fólgið í því að koma í veg fyrir að barn fái notið umgengnisréttar við hitt foreldriðHvernig er umgengni komið á Þegar foreldrar barns búa ekki saman þá þarf að ákvarða hvernig umgengni barnsins verður við það foreldri sem það býr ekki hjá. Það eru í raun fjórar leiðir til að ákvarða umgengni. Í fyrsta lagi geta foreldrar komist að samkomulagi sín á milli. Í öðru lagi geta foreldrar gert með sér staðfestan samning hjá sýslumanni. Í þriðja lagi getur annað foreldrið krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni og loks í fjórða lagi geta aðilar fengið dóm eða dómssátt um umgengni samhliða forsjármáli sem rekið er fyrir dómstól.Umgengni Mikilvægt er að huga vel að inntaki og framkvæmd varðandi umgengni. Með umgengni er ekki aðeins átt við samveru foreldris og barns heldur er þar einnig átt við önnur samskipti svo sem símtöl. Grunnreglan er sú að barn á rétt á að umgangast það foreldri sem það býr ekki hjá með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Það er mikilvægt að foreldrar sem búa ekki saman komist að samkomulagi um hvernig umgengni verður háttað. Sé umgengnissamningurinn ekki staðfestur af sýslumanni, ekki hefur verið úrskurðað um umgengnina eða fallið dómur eða dómssátt varðandi umgengnina er ekki hægt að fara fram á að sýslumaður úrskurði dagsektir vegna umgengnistálmana.Sáttarmeðferð Áður en hægt er að krefjast úrskurðar um að lögheimilisforeldri verði beitt dagsektum fyrir að tálma umgengni er aðilum skylt að leita sátta, skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, því verður ekki úrskurðað um dagsektir nema að lagt verði fram gilt sáttarvottorð. Eitt af markmiðum sáttarmeðferðar skv. 33. gr. a barnalaga er að hjálpa foreldrum að finna upp á eigin spýtur þá sátt sem er barninu fyrir bestu. Sáttarmaður skal vera hlutlaus og leiða ferlið en hann ber ekki ábyrgð á lausn málsins. Þá er gert ráð fyrir því að barni gefist kostur á að tjá sig við sáttarmeðferðina hafi barnið aldur og þroska til þess nema að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust. Komist sáttarmaður að þeirri niðurstöðu að foreldrar muni ekki ná sáttum þá gefur sáttarmaður út sáttarvottorð þess efnis.Dagsektir Forsenda fyrir beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni er að lögheimilisforeldrið hafi tálmað umgengni. Dagsektir eru ákvarðaðar fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til látið er af tálmunum. Þess skal getið að dagsektir renna í ríkissjóð en ekki í vasa hins foreldrisins. Áður en úrskurðað er um hvort dagsektir skuli lagðar á þarf sýslumaður að gæta að málsmeðferðarreglum. Honum ber að gefa báðum foreldrum kost á að koma að sínum sjónarmiðum og ljóst er að sýslumaður á ekki að leggja á dagsektir nema að hann telji alveg ljóst að tálmunum hafi verið beitt án málefnalegra ástæðna. „Mörgum kann að þykja undarlegt að ekki sé hægt að beita foreldri sem sinnir ekki umgengni við barn sitt dagsektum. Ástæða þess er að löggjafinn telur að umgengni sem komið er á gegn vilja foreldris, sem barn býr ekki hjá, með beinum þvingunarúrræðum, sé ekki barni til góðs.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ein af meginreglum barnaréttar er að hafa skal það að leiðarljósi sem er barninu er fyrir bestu en menn geta vissulega deilt um það hverju sinni. Hér verður fjallað í stuttu máli um rétt barns til umgengni við það foreldri sem það býr ekki hjá og beitingu dagsekta vegna tálmana. Með tálmun er almennt vísað til atferlis foreldris sem er fólgið í því að koma í veg fyrir að barn fái notið umgengnisréttar við hitt foreldriðHvernig er umgengni komið á Þegar foreldrar barns búa ekki saman þá þarf að ákvarða hvernig umgengni barnsins verður við það foreldri sem það býr ekki hjá. Það eru í raun fjórar leiðir til að ákvarða umgengni. Í fyrsta lagi geta foreldrar komist að samkomulagi sín á milli. Í öðru lagi geta foreldrar gert með sér staðfestan samning hjá sýslumanni. Í þriðja lagi getur annað foreldrið krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni og loks í fjórða lagi geta aðilar fengið dóm eða dómssátt um umgengni samhliða forsjármáli sem rekið er fyrir dómstól.Umgengni Mikilvægt er að huga vel að inntaki og framkvæmd varðandi umgengni. Með umgengni er ekki aðeins átt við samveru foreldris og barns heldur er þar einnig átt við önnur samskipti svo sem símtöl. Grunnreglan er sú að barn á rétt á að umgangast það foreldri sem það býr ekki hjá með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Það er mikilvægt að foreldrar sem búa ekki saman komist að samkomulagi um hvernig umgengni verður háttað. Sé umgengnissamningurinn ekki staðfestur af sýslumanni, ekki hefur verið úrskurðað um umgengnina eða fallið dómur eða dómssátt varðandi umgengnina er ekki hægt að fara fram á að sýslumaður úrskurði dagsektir vegna umgengnistálmana.Sáttarmeðferð Áður en hægt er að krefjast úrskurðar um að lögheimilisforeldri verði beitt dagsektum fyrir að tálma umgengni er aðilum skylt að leita sátta, skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, því verður ekki úrskurðað um dagsektir nema að lagt verði fram gilt sáttarvottorð. Eitt af markmiðum sáttarmeðferðar skv. 33. gr. a barnalaga er að hjálpa foreldrum að finna upp á eigin spýtur þá sátt sem er barninu fyrir bestu. Sáttarmaður skal vera hlutlaus og leiða ferlið en hann ber ekki ábyrgð á lausn málsins. Þá er gert ráð fyrir því að barni gefist kostur á að tjá sig við sáttarmeðferðina hafi barnið aldur og þroska til þess nema að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust. Komist sáttarmaður að þeirri niðurstöðu að foreldrar muni ekki ná sáttum þá gefur sáttarmaður út sáttarvottorð þess efnis.Dagsektir Forsenda fyrir beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni er að lögheimilisforeldrið hafi tálmað umgengni. Dagsektir eru ákvarðaðar fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til látið er af tálmunum. Þess skal getið að dagsektir renna í ríkissjóð en ekki í vasa hins foreldrisins. Áður en úrskurðað er um hvort dagsektir skuli lagðar á þarf sýslumaður að gæta að málsmeðferðarreglum. Honum ber að gefa báðum foreldrum kost á að koma að sínum sjónarmiðum og ljóst er að sýslumaður á ekki að leggja á dagsektir nema að hann telji alveg ljóst að tálmunum hafi verið beitt án málefnalegra ástæðna. „Mörgum kann að þykja undarlegt að ekki sé hægt að beita foreldri sem sinnir ekki umgengni við barn sitt dagsektum. Ástæða þess er að löggjafinn telur að umgengni sem komið er á gegn vilja foreldris, sem barn býr ekki hjá, með beinum þvingunarúrræðum, sé ekki barni til góðs.“
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun