Viðskipti innlent

Mest viðskipti voru með bréf í Marel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest viðskipti á hlutabréfamarkaði voru með bréf í Marel.
Mest viðskipti á hlutabréfamarkaði voru með bréf í Marel. .fréttablaðið/Daníel
Hlutabréfavelta í Kauphöll Íslands nam 35,5 milljörðum króna í nóvember, eða 1.773 milljónum á dag.

Það er 26 prósenta hækkun frá fyrri mánuði, en í október námu viðskipti með hlutabréf 1.402 milljónum á dag. Hækkunin nemur 87 prósentum á milli ára, þegar viðskiptin voru 950 milljónir króna á dag.

Mest voru viðskipti með hlutabréf í Marel, eða 8,47 milljarðar króna, viðskipti með hlutabréf Icelandair námu 7,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Össuri námu 3,7 milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,96 prósent milli mánaða og stendur nú í 1.260 stigum. Í lok nóvember voru hlutabréf 17 félaga skráð á Aðalmarkaði og First North Iceland. Heildarmarkaðsvirði þeirra nemur 672 milljörðum króna en það nam 547 milljörðum króna í sama mánuði í fyrra.

Viðskipti með skuldabréf námu 147 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 7,3 milljarða veltu á dag. Þetta er 42 prósenta hækkun frá fyrri mánuði, þegar viðskiptin námu 5,2 milljörðum á dag.

Velta á skuldabréfamarkaði lækkar hins vegar um 9 prósent frá sama mánuði í fyrra. Í þeim mánuði námu viðskiptin 8,1 milljarði á dag. Mest viðskipti voru með bréf í flokknum RIKB 25 eða fyrir samtals 26,1 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×