Hvað með minnstu bræður okkar og systur? Engilbert Guðmundsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Nýverið sögðu fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar okkur að ríkissjóður hefði úr meira fé að spila á næsta ári en talið var þegar fjárlagagerð stóð sem hæst í sumar og haust. Nánar tiltekið þá reyndust þarna vera um níu milljarðar króna til ráðstöfunar. Þegar hefur verið upplýst að fyrir vikið verði settir meiri peningar í heilbrigðismálin, einkum Landspítalann, og menntamálin. Yfir því gleðjumst við sjálfsagt öll. En þó að þetta sé gleðilegt og þessu fé sé auðvitað vel varið til þessara mikilvægu verkefna megum við ekki vera svo upptekin af viðfangsefnum okkar og vandamálum að við sjáum ekki sára eymd og brýnar þarfir annarra. Og við megum alls ekki gleyma því að þrátt fyrir allt erum við Íslendingar heilbrigðari og betur menntuð en langflestar þjóðir heims. „Það sem þér gerið mínum minnstu bræðrum það hafið þér og mér gjört,“ sagði Jesús og átti þá að sjálfsögðu ekki síður við það sem við látum ógert til að styðja þá sem verst standa og minnst eiga. Væri ekki hollt fyrir okkur og ekki síður börnin okkar, núna þegar við undirbúum jólahátíðina að minnast þessara orða og sýna í verki að við skiljum boðskap þeirra með því að láta þá sem þurfa að þola svo miklu meiri skort en við njóta svolítils hluta af þessum níu milljörðum okkar?Fátækustu löndin Þörfin er mest í fátækustu löndunum, þar á meðal löndum sem njóta íslenskrar aðstoðar í formi þróunarsamvinnu af ýmsu tagi. Það þarf að berjast gegn ebólufaraldri og fleiri sjúkdómum. Það þarf að tryggja konum aðstöðu til að fæða börn án þess að leggja líf sitt og þeirra í stórhættu. Það þarf að koma börnum á legg og í skóla, og það þarf að tryggja öllum vatn og mat þannig að engin stúlka eða drengur leggist til svefns með tóman maga á hverju kvöldi og nái aldrei fullum líkamlegum og andlegum þroska vegna viðvarandi næringarskorts. Aðstoðinni er hægt að koma á framfæri í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), félagasamtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða krossinn, ABC Barnahjálp, SOS Barnaþorpin, Barnaheill og fleiri, og í gegnum tvíhliða samvinnu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands sinnir. Allir þessir aðilar þurfa sárlega á fé að halda til að styðja þá sem minnst mega sín og skortir allt og fátæktin fer verst með.Langminnsta aðstoðin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Lögð verður áhersla á þróunarsamvinnu og öfluga þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda“. Alþingi hefur auk þess samþykkt ályktun um þróunarsamvinnu þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukningu framlaga á næstu árum. Því miður hafa efndirnar látið á sér standa og framlögin lækkað, þó að vitað sé að við Íslendingar látum minnst af hendi rakna til þróunarsamvinnu á hvern íbúa (og sem hlutfall af þjóðartekjum) af öllum þjóðum í Vestur- og Norður-Evrópu. Og það er því miður ekki bara minnst, heldur langminnst! Vill nú ekki gott fólk í ríkisstjórn og á Alþingi rifja upp góðar fyrirætlanir sínar og íhuga hvort ekki er hægt að klípa svo sem eina tíund af peningunum sem fundust um daginn og láta þá njóta þess sem búa við sárustu fátæktina og hafa minnst að borða og geta mjög oft ekki einu sinni látið sig dreyma um lágmarksmenntun eða grundvallarheilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nýverið sögðu fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar okkur að ríkissjóður hefði úr meira fé að spila á næsta ári en talið var þegar fjárlagagerð stóð sem hæst í sumar og haust. Nánar tiltekið þá reyndust þarna vera um níu milljarðar króna til ráðstöfunar. Þegar hefur verið upplýst að fyrir vikið verði settir meiri peningar í heilbrigðismálin, einkum Landspítalann, og menntamálin. Yfir því gleðjumst við sjálfsagt öll. En þó að þetta sé gleðilegt og þessu fé sé auðvitað vel varið til þessara mikilvægu verkefna megum við ekki vera svo upptekin af viðfangsefnum okkar og vandamálum að við sjáum ekki sára eymd og brýnar þarfir annarra. Og við megum alls ekki gleyma því að þrátt fyrir allt erum við Íslendingar heilbrigðari og betur menntuð en langflestar þjóðir heims. „Það sem þér gerið mínum minnstu bræðrum það hafið þér og mér gjört,“ sagði Jesús og átti þá að sjálfsögðu ekki síður við það sem við látum ógert til að styðja þá sem verst standa og minnst eiga. Væri ekki hollt fyrir okkur og ekki síður börnin okkar, núna þegar við undirbúum jólahátíðina að minnast þessara orða og sýna í verki að við skiljum boðskap þeirra með því að láta þá sem þurfa að þola svo miklu meiri skort en við njóta svolítils hluta af þessum níu milljörðum okkar?Fátækustu löndin Þörfin er mest í fátækustu löndunum, þar á meðal löndum sem njóta íslenskrar aðstoðar í formi þróunarsamvinnu af ýmsu tagi. Það þarf að berjast gegn ebólufaraldri og fleiri sjúkdómum. Það þarf að tryggja konum aðstöðu til að fæða börn án þess að leggja líf sitt og þeirra í stórhættu. Það þarf að koma börnum á legg og í skóla, og það þarf að tryggja öllum vatn og mat þannig að engin stúlka eða drengur leggist til svefns með tóman maga á hverju kvöldi og nái aldrei fullum líkamlegum og andlegum þroska vegna viðvarandi næringarskorts. Aðstoðinni er hægt að koma á framfæri í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), félagasamtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða krossinn, ABC Barnahjálp, SOS Barnaþorpin, Barnaheill og fleiri, og í gegnum tvíhliða samvinnu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands sinnir. Allir þessir aðilar þurfa sárlega á fé að halda til að styðja þá sem minnst mega sín og skortir allt og fátæktin fer verst með.Langminnsta aðstoðin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Lögð verður áhersla á þróunarsamvinnu og öfluga þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda“. Alþingi hefur auk þess samþykkt ályktun um þróunarsamvinnu þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukningu framlaga á næstu árum. Því miður hafa efndirnar látið á sér standa og framlögin lækkað, þó að vitað sé að við Íslendingar látum minnst af hendi rakna til þróunarsamvinnu á hvern íbúa (og sem hlutfall af þjóðartekjum) af öllum þjóðum í Vestur- og Norður-Evrópu. Og það er því miður ekki bara minnst, heldur langminnst! Vill nú ekki gott fólk í ríkisstjórn og á Alþingi rifja upp góðar fyrirætlanir sínar og íhuga hvort ekki er hægt að klípa svo sem eina tíund af peningunum sem fundust um daginn og láta þá njóta þess sem búa við sárustu fátæktina og hafa minnst að borða og geta mjög oft ekki einu sinni látið sig dreyma um lágmarksmenntun eða grundvallarheilsugæslu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar