Hvað með minnstu bræður okkar og systur? Engilbert Guðmundsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Nýverið sögðu fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar okkur að ríkissjóður hefði úr meira fé að spila á næsta ári en talið var þegar fjárlagagerð stóð sem hæst í sumar og haust. Nánar tiltekið þá reyndust þarna vera um níu milljarðar króna til ráðstöfunar. Þegar hefur verið upplýst að fyrir vikið verði settir meiri peningar í heilbrigðismálin, einkum Landspítalann, og menntamálin. Yfir því gleðjumst við sjálfsagt öll. En þó að þetta sé gleðilegt og þessu fé sé auðvitað vel varið til þessara mikilvægu verkefna megum við ekki vera svo upptekin af viðfangsefnum okkar og vandamálum að við sjáum ekki sára eymd og brýnar þarfir annarra. Og við megum alls ekki gleyma því að þrátt fyrir allt erum við Íslendingar heilbrigðari og betur menntuð en langflestar þjóðir heims. „Það sem þér gerið mínum minnstu bræðrum það hafið þér og mér gjört,“ sagði Jesús og átti þá að sjálfsögðu ekki síður við það sem við látum ógert til að styðja þá sem verst standa og minnst eiga. Væri ekki hollt fyrir okkur og ekki síður börnin okkar, núna þegar við undirbúum jólahátíðina að minnast þessara orða og sýna í verki að við skiljum boðskap þeirra með því að láta þá sem þurfa að þola svo miklu meiri skort en við njóta svolítils hluta af þessum níu milljörðum okkar?Fátækustu löndin Þörfin er mest í fátækustu löndunum, þar á meðal löndum sem njóta íslenskrar aðstoðar í formi þróunarsamvinnu af ýmsu tagi. Það þarf að berjast gegn ebólufaraldri og fleiri sjúkdómum. Það þarf að tryggja konum aðstöðu til að fæða börn án þess að leggja líf sitt og þeirra í stórhættu. Það þarf að koma börnum á legg og í skóla, og það þarf að tryggja öllum vatn og mat þannig að engin stúlka eða drengur leggist til svefns með tóman maga á hverju kvöldi og nái aldrei fullum líkamlegum og andlegum þroska vegna viðvarandi næringarskorts. Aðstoðinni er hægt að koma á framfæri í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), félagasamtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða krossinn, ABC Barnahjálp, SOS Barnaþorpin, Barnaheill og fleiri, og í gegnum tvíhliða samvinnu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands sinnir. Allir þessir aðilar þurfa sárlega á fé að halda til að styðja þá sem minnst mega sín og skortir allt og fátæktin fer verst með.Langminnsta aðstoðin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Lögð verður áhersla á þróunarsamvinnu og öfluga þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda“. Alþingi hefur auk þess samþykkt ályktun um þróunarsamvinnu þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukningu framlaga á næstu árum. Því miður hafa efndirnar látið á sér standa og framlögin lækkað, þó að vitað sé að við Íslendingar látum minnst af hendi rakna til þróunarsamvinnu á hvern íbúa (og sem hlutfall af þjóðartekjum) af öllum þjóðum í Vestur- og Norður-Evrópu. Og það er því miður ekki bara minnst, heldur langminnst! Vill nú ekki gott fólk í ríkisstjórn og á Alþingi rifja upp góðar fyrirætlanir sínar og íhuga hvort ekki er hægt að klípa svo sem eina tíund af peningunum sem fundust um daginn og láta þá njóta þess sem búa við sárustu fátæktina og hafa minnst að borða og geta mjög oft ekki einu sinni látið sig dreyma um lágmarksmenntun eða grundvallarheilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýverið sögðu fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar okkur að ríkissjóður hefði úr meira fé að spila á næsta ári en talið var þegar fjárlagagerð stóð sem hæst í sumar og haust. Nánar tiltekið þá reyndust þarna vera um níu milljarðar króna til ráðstöfunar. Þegar hefur verið upplýst að fyrir vikið verði settir meiri peningar í heilbrigðismálin, einkum Landspítalann, og menntamálin. Yfir því gleðjumst við sjálfsagt öll. En þó að þetta sé gleðilegt og þessu fé sé auðvitað vel varið til þessara mikilvægu verkefna megum við ekki vera svo upptekin af viðfangsefnum okkar og vandamálum að við sjáum ekki sára eymd og brýnar þarfir annarra. Og við megum alls ekki gleyma því að þrátt fyrir allt erum við Íslendingar heilbrigðari og betur menntuð en langflestar þjóðir heims. „Það sem þér gerið mínum minnstu bræðrum það hafið þér og mér gjört,“ sagði Jesús og átti þá að sjálfsögðu ekki síður við það sem við látum ógert til að styðja þá sem verst standa og minnst eiga. Væri ekki hollt fyrir okkur og ekki síður börnin okkar, núna þegar við undirbúum jólahátíðina að minnast þessara orða og sýna í verki að við skiljum boðskap þeirra með því að láta þá sem þurfa að þola svo miklu meiri skort en við njóta svolítils hluta af þessum níu milljörðum okkar?Fátækustu löndin Þörfin er mest í fátækustu löndunum, þar á meðal löndum sem njóta íslenskrar aðstoðar í formi þróunarsamvinnu af ýmsu tagi. Það þarf að berjast gegn ebólufaraldri og fleiri sjúkdómum. Það þarf að tryggja konum aðstöðu til að fæða börn án þess að leggja líf sitt og þeirra í stórhættu. Það þarf að koma börnum á legg og í skóla, og það þarf að tryggja öllum vatn og mat þannig að engin stúlka eða drengur leggist til svefns með tóman maga á hverju kvöldi og nái aldrei fullum líkamlegum og andlegum þroska vegna viðvarandi næringarskorts. Aðstoðinni er hægt að koma á framfæri í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), félagasamtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða krossinn, ABC Barnahjálp, SOS Barnaþorpin, Barnaheill og fleiri, og í gegnum tvíhliða samvinnu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands sinnir. Allir þessir aðilar þurfa sárlega á fé að halda til að styðja þá sem minnst mega sín og skortir allt og fátæktin fer verst með.Langminnsta aðstoðin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Lögð verður áhersla á þróunarsamvinnu og öfluga þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda“. Alþingi hefur auk þess samþykkt ályktun um þróunarsamvinnu þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukningu framlaga á næstu árum. Því miður hafa efndirnar látið á sér standa og framlögin lækkað, þó að vitað sé að við Íslendingar látum minnst af hendi rakna til þróunarsamvinnu á hvern íbúa (og sem hlutfall af þjóðartekjum) af öllum þjóðum í Vestur- og Norður-Evrópu. Og það er því miður ekki bara minnst, heldur langminnst! Vill nú ekki gott fólk í ríkisstjórn og á Alþingi rifja upp góðar fyrirætlanir sínar og íhuga hvort ekki er hægt að klípa svo sem eina tíund af peningunum sem fundust um daginn og láta þá njóta þess sem búa við sárustu fátæktina og hafa minnst að borða og geta mjög oft ekki einu sinni látið sig dreyma um lágmarksmenntun eða grundvallarheilsugæslu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar