Fengu einir að kaupa Borgun Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 29. nóvember 2014 12:00 Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun