Hvað er umhverfisvæn lausn? Helgi Lárusson skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Góð grein birtist fyrir stuttu eftir Sigurð Oddsson, þar sem hann velti fyrir sér hvort plastpokar væru umhverfisvænar umbúðir. Greinin var málefnaleg og fróðleg. Vonandi sjáum við fleiri slíkar greinar um umhverfismál. Vandi í umræðunni um plastpoka er sá að erfitt er að meta umhverfisáhrif þess sem við gerum. Þetta er flókin umræða og margir vinklar á henni. Það að skipta út plastpokum kallar á ýmis vandamál og víst er að lausnin muni að einhverju leyti hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar um umhverfisáhrif þess að skipta út plastpokum. Allar koma þær að einhverjum vandamálum og niðurstaðan hvergi afgerandi. Á að skylda plastpoka sem er hægt að endurvinna eins og plastpoka úr HDPE? Þeir brotna seint niður í náttúrunni og því fylgir að nauðsynlegt er þá að setja upp gott kerfi til að tryggja endurvinnslu. Á að nota bréfpoka? Eins og í grein Sigurðar sem vitnað er í eru þar ýmis ljón í veginum. Á þá að fara í náttúruvæna plastpoka (biodegradable)? Hvað er náttúruvænn poki? Hvað er hann lengi að brotna niður í umhverfinu? Hvernig á að endurvinna slíka poka? Vandamál eins og þau sem eru í burðarpokum eru til staðar í flestum efnisflokkum. Alls staðar í heiminum er umræða um hvernig megi minnka urðun og brennslu sorps með endurvinnslu. Hér á landi er sem betur fer ýmislegt að gerast og má þar nefna bláu tunnuna sem allir þekkja. Hvað á gera næst? Hvaða aðgerð hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Er það næsta að banna plastpoka?Hugsanleg lausn Skal hér bent á eina lausn sem hugsanlega getur hjálpað til að svara þessum spurningum. Hún felst í vistferilsgreiningu (life cycle assessment). Með slíkri greiningu er leitast við að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu á líftíma hennar. Er hún skoðuð út frá vinnslu hráefna, framleiðslu, notkun og förgun miðað við ákveðnar forsendur. Nú nýlega gerðu Endurvinnslan og Úrvinnslusjóður slíka greiningu á endurvinnslu glers en einnig hafa verið gerðar fleiri fróðlegar úttektir með slíkri greiningu, meðal annars vistferilsgreining á pappírs- og plastumbúðum í heimilissorpi á Íslandi. Niðurstaða slíkrar greiningar leitast við að mæla áhrif þess á vistkerfi að gera hluti á ákveðinn hátt. Niðurstaðan mælir áhrif ákveðins ferils á eyðingu ósonlags, svifryk, súrt regn o.fl. Út frá því mætti skoða hvort hægt sé að bæta feril eða breyta honum. Þar með mætti spara t.d. kg af CO2-útblæstri, hráefni sem er takmörkuð auðlind, orku o.fl. Slík greining er því tilraun vísindanna til að mæla hugsanlegan ávinning af einum ferli umfram annan. Slík greining gæti því gefið haldgóða vísbendingu um hvaða leið væri vænlegust t.d. í plastpokamálinu. Að sjálfsögðu kallar slík greining á ýmsar spurningar eins og hvað má umhverfisávinningur kosta? Látum því ósvarað hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Góð grein birtist fyrir stuttu eftir Sigurð Oddsson, þar sem hann velti fyrir sér hvort plastpokar væru umhverfisvænar umbúðir. Greinin var málefnaleg og fróðleg. Vonandi sjáum við fleiri slíkar greinar um umhverfismál. Vandi í umræðunni um plastpoka er sá að erfitt er að meta umhverfisáhrif þess sem við gerum. Þetta er flókin umræða og margir vinklar á henni. Það að skipta út plastpokum kallar á ýmis vandamál og víst er að lausnin muni að einhverju leyti hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar um umhverfisáhrif þess að skipta út plastpokum. Allar koma þær að einhverjum vandamálum og niðurstaðan hvergi afgerandi. Á að skylda plastpoka sem er hægt að endurvinna eins og plastpoka úr HDPE? Þeir brotna seint niður í náttúrunni og því fylgir að nauðsynlegt er þá að setja upp gott kerfi til að tryggja endurvinnslu. Á að nota bréfpoka? Eins og í grein Sigurðar sem vitnað er í eru þar ýmis ljón í veginum. Á þá að fara í náttúruvæna plastpoka (biodegradable)? Hvað er náttúruvænn poki? Hvað er hann lengi að brotna niður í umhverfinu? Hvernig á að endurvinna slíka poka? Vandamál eins og þau sem eru í burðarpokum eru til staðar í flestum efnisflokkum. Alls staðar í heiminum er umræða um hvernig megi minnka urðun og brennslu sorps með endurvinnslu. Hér á landi er sem betur fer ýmislegt að gerast og má þar nefna bláu tunnuna sem allir þekkja. Hvað á gera næst? Hvaða aðgerð hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Er það næsta að banna plastpoka?Hugsanleg lausn Skal hér bent á eina lausn sem hugsanlega getur hjálpað til að svara þessum spurningum. Hún felst í vistferilsgreiningu (life cycle assessment). Með slíkri greiningu er leitast við að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu á líftíma hennar. Er hún skoðuð út frá vinnslu hráefna, framleiðslu, notkun og förgun miðað við ákveðnar forsendur. Nú nýlega gerðu Endurvinnslan og Úrvinnslusjóður slíka greiningu á endurvinnslu glers en einnig hafa verið gerðar fleiri fróðlegar úttektir með slíkri greiningu, meðal annars vistferilsgreining á pappírs- og plastumbúðum í heimilissorpi á Íslandi. Niðurstaða slíkrar greiningar leitast við að mæla áhrif þess á vistkerfi að gera hluti á ákveðinn hátt. Niðurstaðan mælir áhrif ákveðins ferils á eyðingu ósonlags, svifryk, súrt regn o.fl. Út frá því mætti skoða hvort hægt sé að bæta feril eða breyta honum. Þar með mætti spara t.d. kg af CO2-útblæstri, hráefni sem er takmörkuð auðlind, orku o.fl. Slík greining er því tilraun vísindanna til að mæla hugsanlegan ávinning af einum ferli umfram annan. Slík greining gæti því gefið haldgóða vísbendingu um hvaða leið væri vænlegust t.d. í plastpokamálinu. Að sjálfsögðu kallar slík greining á ýmsar spurningar eins og hvað má umhverfisávinningur kosta? Látum því ósvarað hér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar