Óheftur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausnin Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar