Skoðun

Okkar sögur

Cynthia Trililani skrifar
Á síðustu árum hef ég kynnst mörgum hugrökkum konum sem voru nógu sterkar að vilja deila sögum sínum með mér. Þetta eru sársaukafullar sögur sem flestir myndu frekar vilja gleyma og bæla djúpt niður. Þessar konur eru af erlendum uppruna, sem stuðlar enn frekar að því að þjáningar þeirra eru þaggaðar niður. Þegar þessar konur urðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi upplifðu þær skort af stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Þær gátu hvergi farið og höfðu fáa til að leita til eftir stuðningi og húsaskjóli. Fjárhagslegt ósjálfstæði, börn og fjölskylduskyldur, menningargildi, ótti, sektarkennd og skömm gerir það að verkum að þessar konur hafa enn færri valkosti og neyðast þær til að þjást í þögn, óviljugar eða ófærar um að viðurkenna að þær hafa stórt vandamál á herðum sér sem erfitt er að flýja.

Því miður eru þessar sögur alltof algengar. Það eru fjölmargar konur sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Og það er ekki alltaf auðvelt að sjá vísbendingar um ofbeldi eða áreitni, sérstaklega vegna ofbeldis sem skilur ekki eftir sig marbletti eða líkamleg sár. En ósýnilegir áverkar verða eftir, tilfinningaleg og andleg sár sem sitja lengi og sem hafa gríðarlega truflandi afleiðingar á líf einstaklings og breyta hans eðli.

Hver og einn einstaklingur hefur sína sögu. Það eru margar ástæður fyrir því að deila þeim ekki. Algengasta er val til að þjást í þögn og til að reyna á hvar mörkin liggja varðandi eigið bjargráð. Eftir allt saman eru þrjú erfiðustu orðin sem maður getur sagt í lífinu: Ég þarf hjálp.

Að biðja um hjálp reynist erfitt verkefni fyrir sumt fólk. Við verðum að læra að hlusta þau orð sem liggja ósögð undir yfirborðinu. Við verðum að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í kringum okkur. Ekki vera hrædd við að spyrja spurninga. Ekki vera hrædd við að vera forvitin. Ekki vera hrædd við að stíga fram. Ofbeldi og áreitni getur komið fyrir alla, fyrir fólk sem við þekkjum og fyrir fólk sem við elskum. Lærðu sögur af fjölskyldunni, vinum, vinnufélögum, skólafélögum, kunningjum. Við þurfum ekki að gera eitthvað óvenjulegt til að bjarga eða hjálpa einhverjum. Mjög eðlilegar athafnir eins og að spyrja og hlusta eru góð byrjun.

Ef þú ert brotaþoli misnotkunar eða áreitins, ekki vera hrædd við að segja þína sögu. Stattu upp og talaðu hátt. Þögnin er sjaldnast góð lausn á þjáningu okkar. Sagan þín, sögur okkar geta skipt sköpum. Hreinskilni, eða í vissum skilningi varnarleysi, er ekki veikleiki - það eru dyr sem hjálpa okkur að taka á móti þeirri aðstoð sem við þurfum.






Skoðun

Sjá meira


×