Hvað vilja tónlistarkennarar? Anna Rún Atladóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar