Hvað vilja tónlistarkennarar? Anna Rún Atladóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun