Er tónlistin óþörf eða er hún uppbyggjandi afl? Stefán Edelstein skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun