Er tónlistin óþörf eða er hún uppbyggjandi afl? Stefán Edelstein skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun